fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Lögregla hættir rannsókn á dauða hestsins – Sárið hugsanlega eftir annað dýr

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 26. október 2023 12:38

Sárið er hugsanlega eftir annað dýr. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Austurlandi hefur hætt rannsókn á dauða tólf vetra hestsins Snæfinns frá Finnsstaðakoti. Bráðabirgðarannsókn sýnir að hesturinn hafi ekki verið skotinn eins og grunur lék á um.

„Hann var ekki skotinn. Það er það sem liggur fyrir. Þar með líkur okkar rannsókn,“ segir Hjalti Bergmann Axelsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Austurlandi.

DV og fleiri miðlar greindu frá dauða hestsins á þriðjudag. Hann fannst um helgina í girðingu með öðrum hestum í landi Glúmsstaða í Eiðaþinghá. Eigendum og umráðamanni var mjög brugðið og vissu ekki við hverju þau ættu að búast. Útlit var fyrir að hesturinn hefði verið skotinn með riffli undir herðablaðið.

Sjá einnig:

Lögregla leitar að hestadrápara – „Þetta virðist ekki hafa verið slysaskot“

Hjalti segir staðfest að sárið sé ekki eftir byssukúlu. Hugsanlega sé það eftir annað dýr. Ekki sé hins vegar vitað hvað olli dauða hestsins. Verið sé að bíða eftir endanlegri skýrslu frá dýralækni Matvælastofnunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“