fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Lögregla hættir rannsókn á dauða hestsins – Sárið hugsanlega eftir annað dýr

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 26. október 2023 12:38

Sárið er hugsanlega eftir annað dýr. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Austurlandi hefur hætt rannsókn á dauða tólf vetra hestsins Snæfinns frá Finnsstaðakoti. Bráðabirgðarannsókn sýnir að hesturinn hafi ekki verið skotinn eins og grunur lék á um.

„Hann var ekki skotinn. Það er það sem liggur fyrir. Þar með líkur okkar rannsókn,“ segir Hjalti Bergmann Axelsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Austurlandi.

DV og fleiri miðlar greindu frá dauða hestsins á þriðjudag. Hann fannst um helgina í girðingu með öðrum hestum í landi Glúmsstaða í Eiðaþinghá. Eigendum og umráðamanni var mjög brugðið og vissu ekki við hverju þau ættu að búast. Útlit var fyrir að hesturinn hefði verið skotinn með riffli undir herðablaðið.

Sjá einnig:

Lögregla leitar að hestadrápara – „Þetta virðist ekki hafa verið slysaskot“

Hjalti segir staðfest að sárið sé ekki eftir byssukúlu. Hugsanlega sé það eftir annað dýr. Ekki sé hins vegar vitað hvað olli dauða hestsins. Verið sé að bíða eftir endanlegri skýrslu frá dýralækni Matvælastofnunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú