fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Eiginmaður Eddu var settur í járn – „Ég hrósa ekki sýslumanni og barnavernd fyrir aðkomu þeirra að málinu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 26. október 2023 10:25

Edda Björk Arnardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum bara þokkaleg miðað við aðstæður, en við erum bara svona rétt að lenda eftir þetta,“ sagði Edda Björk Arnardóttir í stuttu viðtali við DV í morgun. Hún var handtekin ásamt eiginmanni sínum í gærkvöld er sýslumaður hugðist láta fullnusta aðgerð gegn henni er varðar fyrirhugaðan brottflutning þriggja sona hennar til Noregs, í hendur föður þeirra sem hefur forræði yfir þeim. Bæði héraðsdómur og Landsréttur hafa úrskurðað að drengirnir skulu teknir úr umsjá Eddu Bjarkar og Hæstiréttur hefur synjað henni um áfrýjunarleyfi í málinu.

Sjá einnig: Edda Björk Arnardóttir og maður hennar sögð hafa verið handtekin

Töluverður mannfjöldi safnaðist saman fyrir utan heimili Eddu Bjarkar í Fannafold í gærkvöld eftir að spurðist út að hún hefði verið handtekin. Meðal annars var þar að finna bekkjarfélaga sona hennar. Edda Björk varð ekki vör við þetta fyrr en hún kom til baka eftir að henni var sleppt lausri úr haldi lögreglu. Hún tekur fram við DV að hún hafi ekkert gert sjálf til að safna fólki saman við hús hennar og ekki kallað eftir stuðningi. „Ég var ekki í aðstöðu til að hringja í neinn,“ segir hún.

Hún segir að það hafi engu að síður verið einstakt að upplifa stuðning fólks. „Það var bara frábært og ótrúlegt. Næstum allir drengirnir í bekkjum strákanna minna voru hérna fyrir utan og klöppuðu fyrir þeim. Þetta var ótrúlegur stuðningur fyrir strákana.“

Aðspurð segir hún að eiginmaður hennar hafi verið settur í járn við handtökuna en hún ekki. Hún sér ekki ástæðu til að gagnrýna lögreglumenn fyrir þeirra framgöngu. „Þau voru bara að vinna vinnuna sína, þannig lagað, þó að það hafi verið dólgur í einhverjum þeirra þá er það bara eins og gengur. En ég hrósa ekki sýslumanni og barnavernd fyrir aðkomu þeirra að málinu, þau stjórnuðu aðgerðum hérna.“

Sem fyrr segir vissi Edda Björk ekki um mannsöfnuðinn fyrir utan heimili hennar fyrr en hún kom heim af lögreglustöðunni. Hún segir upplifunina hafa verið ótrúlega. Hún veit hins vegar ekki hvað tekur við núna. Hún segist ekki vita hver tók ákvörðun um að fresta aðgerðinni í gærkvöld.

„Við vitum akkúrat ekki neitt núna. Það er bara verið að fara yfir lagalegu hliðina á þessu máli,“ segir Edda Björk en hún og lögmaður hennar bíða eftir að fá frekari upplýsingar um gang málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur