fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Ungir NATO-sinnar sakaðir um að brjóta lög og sæmdarrétt – „Pínku fasistaleg framsetning á myndmáli“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 25. október 2023 12:00

Stefán Pálsson stjórnarmaður í Félagi hernaðarandstæðinga bendir á sæmdarrétt listamannsins Tryggva Magnússonar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skjöldur, félag ungs fólks um öryggis- og varnarmál, hefur ákveðið að fjarlægja merki þar sem skjaldarmerki Íslands var blandað saman við merki Atlantshafsbandalagsins. Bent var á að aðeins íslensk stjórnvöld mega nota skjaldarmerkið og að merkið kunni að hafa brotið sæmdarrétt Tryggva Magnússonar.

„Þetta er pínku fasistaleg framsetning á myndmáli,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og stjórnarmaður í Félagi hernaðarandstæðinga. „Þetta ber dálítið með sér að þarna séu einhverjir sem hafi dálítið gaman að einkennisbúningum og medalíum og finnst kannski skemmtilegt að marsera í takt.“

Í 12. grein laga um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerki segir:

„Skjaldarmerki Íslands er auðkenni stjórnvalda ríkisins. Notkun ríkisskjaldarmerkisins er þeim einum heimil.“

Tryggvi Magnússon listmálari.

Viðurlög við brotum á þessu ákvæði eru sektir eða fangelsi allt að einu ári.

Þá gilda einnig lög um sæmdarrétt listamanna og Stefán telur þetta merki vera skrumskælingu.

„Tryggvi Magnússon var á meðal merkilegri listamönnum síðustu aldar. Þess vegna er leiðinlegt að sjá þetta sem mér finnst vera skrumskæling á þessu verki,“ segir Stefán. Þetta sé sérstaklega hvumleitt þar sem nú fyrir jólin er að koma út vegleg útgáfa af verkum Tryggva sem lést árið 1960.

 

Sæmdarréttur í deiglunni

Sæmdarréttur listamanna hefur verið nokkuð til umræðu í kringum útgáfu Óðinsauga á Dimmulimm eftir Mugg en án hans mynda. Myndstef hefur ályktað gegn útgáfunni og ráðuneyti menningarmála skoðar málið.

Vera Sveinbjarnardóttir framkvæmdastjóri Myndstefs.

Að sögn Veru Sveinbjarnardóttur, framkvæmdastjóra Myndstefs, hefur félaginu ekki borist ábending eða kvörtun vegna merkis Skjaldar. Hún segir hins vegar að það verði að sjálfsögðu tekið til skoðunar ef rétthafar leiti til þeirra. Hún bendir þó á lagabókstafinn varðandi notkun skjaldarmerkis Íslands.

 

Túlkunaratriði hvort merkið brjóti lög

Eins og áður segir hefur stjórn Skjaldar ákveðið að taka niður merkið. Bryndís Bjarnadóttir formaður félagsins segir að merkið hafi ekki verið eiginlegt merki félagsins heldur hafi þetta verið merki sem hafi verið til skoðunar.

Merkið var fjarlægt eftir að DV spurðist fyrir um málið.

„Við erum nýtt félag og erum að reyna að gera okkar besta,“ segir hún. Ekki hafi verið ætlunin að meiða eða styggja neinn.

Stjórnin er þó ekki sannfærð um að merkið hafi verið ólöglegt. „Við nánari skoðun á fánalögum og forsetaúrskurði 35/1944, þá væri það líklegast túlkunaratriði hvort logo-ið brýtur fánalög, en við teljum óheppilegt ef notkun skjaldarmerkisins sé gert að útgangspunkti í umræðu um félagið, og ákváðum því að taka það út,“ segir í svari frá félaginu.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu