Maðurinn sem handtekinn var í Japan á í síðustu viku vegna líkamsárásar heitir Ólafur Ásdísarson. Að sögn japanskra miðla braut hann bein undir augnatóftum leigubílstjóra eftir deilur um borgun.
Mannlíf greindi fyrst frá nafni Ólafs.
Í japönskum miðlum var sagt að nafn hins handtekna manns væri Oliver Addison. Enginn heitir því nafni í Þjóðskrá og því var umræða um hvort að maðurinn væri í raun Íslendingur, eða hvort hann væri hugsanlega írskur.
Nú hefur það fengist staðfest að maðurinn sé Íslendingur.
Í samtali Mannlífs við Ásdísi, móður Ólafs, kemur fram að hún hafi litlar upplýsingar um líðan hans. Utanríkisráðuneytið sé að aðstoða Ólaf vegna málsins.