fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Mjaldrasysturnar gætu brátt fengið félagsskap í Vestmannaeyjum

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 25. október 2023 15:30

Bella hefur það ekki mjög gott i sædýrasafninu í Seoul. Mynd/PETA í Asíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít gætu fengið félagsskap á komandi árum. Til hefur staðið að flytja mjaldur að nafni Bella til Vestmannaeyja frá Suður Kóreu.

Kóreyski miðillinn Yonhap greinir frá þessu.

Bella hefur dvalið í sædýragarðinum Lotte World í Seoul, höfuðborg Suður Kóreu síðan árið 2014. Þangað var hún flutt frá Rússlandi ásamt tveimur karlkyns mjöldrum sem báðir drápust langt fyrir aldur fram, árin 2016 og 2019. Þeir voru aðeins 5 og 12 ára gamlir en meðal ævilengd mjaldra er í kringum 40 ár.

Dýraverndunarsinnar hafa gagnrýnt veru og aðbúnað mjaldrana í Lotte World harðlega og hefur safnið brugðist við með því að heita því að senda Bellu í athvarf til Íslands.

Tafir vegna veikinda og faraldurs

Þann 12. október var Koh Jeong-rack, forstjóri Lotte World, yfirheyrður af þingnefnd Suður kóreyska þingsins. Þar sagði hann að ætlunin væri að flytja Bellu í erlent athvarf fyrir árið 2026. Útsendarar frá sædýragarðinum hefðu heimsótt mjaldraathvarfið á Íslandi fyrir nokkrum árum til að tryggja að tekið yrði við Bellu.

Litla Hvít og Litla Grá komu til landsins sumarið 2019. Mynd/skjáskot

Hins vegar hafi áætlanir um flutning Bellu tafist. Bæði vegna heimsfaraldursins þegar ómögulegt var að flytja hvali heimshorna á milli og aðlögunar og heilsu þeirra hvala sem komu þangað fyrst, sem sagt Litlu Hvítar og Litlu Gráar.

„Við fengum skilaboð frá stjórnanda athvarfsins á Íslandi um að bíða vegna tafa við að setja upp aðstöðu fyrir veikan hval og vegna þess að þau þurftu að sjá um hann,“ sagði Kim Tae-hyung, upplýsingafulltrúi Lotte World. „Það er erfitt að segja hvenær flutningurinn mun eiga sér stað en við erum núna í viðræðum um þetta.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“