fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Fréttir

Hélt hnífi upp að hálsi pilts við grunnskólann á Borgarnesi og sparkaði í klof lögreglumanns

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 25. október 2023 14:29

Ein árásin átti sér stað fyrir utan grunnskólann á Borgarnesi. Mynd/Borgarbyggð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir ungir piltar hafa verið ákærðir fyrir ofbeldi og hnífaárásir á Akranesi og Borgarnesi. Annar þeirra er ákærður fyrir að hafa haldið hnífi upp að hálsi pilts við grunnskólann á Borgarnesi.

RÚV sagði fyrst frá.

Aldur piltanna er ekki uppgefinn í ákæru en sumir gerenda og brotaþola eru undir 18 ára aldri. Í ákærunni eru tíundaðar árásir sem piltarnir tveir eiga að hafa framið bæði saman og í sitt hvoru lagi á Akranesi og Borgarnesi.

Margar árásir

Saman hafi þeir veist að ungum manni við Jaðarsbraut á Akranesi í júlí á síðasta ári. Annar piltanna hafi slegið manninn tvisvar í höfuðið með glerflösku en hinn kýlt hann fjórum sinnum í andlit.

Annar piltanna er sakaður um að hafa kýlt mann fyrir utan Gamla Kaupfélagið á Akranesi í september á síðasta ári. Sá fékk heilahristing og eymsli við að bíta saman tönnum.

Sá piltur er einni sakaður um að hafa haldið hnífi við háls pilts við grunnskólann á Borgarnesi í apríl í fyrra. Að sögn saksóknara óttaðist brotaþoli um líf sitt.

Sparkaði í andlit og klof löggu

Hann er einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Það er að hafa hrint lögreglumanni, sparkað tvisvar í andlit hans í lögreglubíl og í klof hans á lögreglustöðinni. Þá hafi hann einnig hótað lögreglumönnum ofbeldi og lífláti.

Hinn pilturinn er sakaður um að hafa kýlt mann við skemmtistaðinn Útgerðina á Akranesi í október á síðasta ári. Brotaþoli hlaut mar og skurð undir auga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ásthildur Lóa fær stuðning úr mörgum áttum – „Ég vil ekki endilega vammlausan barnamálaráðherra“

Ásthildur Lóa fær stuðning úr mörgum áttum – „Ég vil ekki endilega vammlausan barnamálaráðherra“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gunnar Smári um upplausnina í Sósíalistaflokknum – „Ég mun hins vegar ekki láta undan loddaraskap Karls Héðins“

Gunnar Smári um upplausnina í Sósíalistaflokknum – „Ég mun hins vegar ekki láta undan loddaraskap Karls Héðins“
Fréttir
Í gær

Óeining í Skagafirði um framtíð Héraðsvatna

Óeining í Skagafirði um framtíð Héraðsvatna
Fréttir
Í gær

Yfirflugfreyja segir Margréti hafa verið drukkna og mjög æsta – „Margrét, ætlarðu að eyðileggja orðspor þitt?“

Yfirflugfreyja segir Margréti hafa verið drukkna og mjög æsta – „Margrét, ætlarðu að eyðileggja orðspor þitt?“