Samkvæmt tilkynningu samtakanna Líf án ofbeldis voru Edda Björk Arnardóttir og maður hennar handtekin fyrr í kvöld og leidd frá heimili sínu í Fannafold í Reykjavík.
Í gang fór aðfarargerð með atbeina lögreglu gegn Eddu en dómstólar hérlendis hafa gert henni skylt að afhenda þrjá syni hennar föður þeirra í Noregi, en faðirinn fer með forræði drengjanna.
Edda flaug með synina hingað til lands í einkaflugvél árið 2022 í óþökk föðursins og norskra yfirvalda.
Samkvæmt heimildarmanni DV var mannsöfnuður fyrir utan heimili Eddu í kvöld henni til stuðnings. Samkvæmt sama heimildarmanni kom Edda heim aftur á áttunda tímanum í kvöld og var aðgerðunum gegn henni frestað.
Í tilkynningu Lífs án ofbeldis segir orðrétt:
********ATH! HJÁLP!!
Rétt í þessu stendur yfir aðför gegn börnum hennar Eddu Bjarkar.
Við höfum upplýsingar um að Edda og maðurinn hennar, stjúppabbi strákana þrjá, hafa verið fjarlögð í handjárni.
Viljum biðla til allra sem geta mætt á svæðið til að sýna samstöðu að gera það. Einnig má endilega láta fjölmiðla vita.
DV hefur ekki náð sambandi við Eddu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.