fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Drottning Jórdaníu sakar Vesturlönd um tvískinnung

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. október 2023 13:30

Rania drottning árið 2018. Mynd: Wikimedia-Konungshirð Jórdaníu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í viðtali við CNN sakar Rania drottning Jórdaníu vestræna leiðtoga um að sýna af sér augljósan tvískinnung þar sem þeir fordæmi ekki dauða almennra borgara sem orðið hafi fyrir sprengjuárásum Ísrael á Gaza-svæðinu.

Drottningin segir að fólk í mið-austurlöndum þar á meðal Jórdaníu sé furðu lostið og vonsvikið yfir viðbrögðum heimsbyggðarinnar við árásunum og gríðarlegum afleiðingum þeirra. Á síðustu vikum hafi tvískinnungur heimsins blasað við.

Heimurinn hafi staðið með Ísrael eftir árás Hamas-samtakanna 7. október síðastliðinn en þögnin ríki eftir árásir Ísraels á Gaza.

Hún segir að í fyrsta sinn í sögu síðari tíma sé ekki verið að kalla eftir vopnahléi eftir svo miklar mannlegar þjáningar. Þögnin sé ærandi og fyrir mörgu fólki á svæðinu séu Vesturlönd samsek vegna þagnarinnar.

Drottningin segir því haldið fram að það sé rangt að myrða heila fjölskyldu með hríðskotabyssum en spyr hvort það sé í lagi að gera það með stórskotaliðsárás. Arabaheimurinn sé einfaldlega furðu lostinn.

Rania drottning vísar til frétta af því að palestínskar mæður séu farnar að skrifa nöfn barna sinna á hendur þeirra svo hægt verði að bera kennsl á börnin ef þau láta lífið af völdum sprengjuárása Ísraels:

„Ég vil bara minna heimsbyggðina á að palestínskum mæðrum þykir jafn vænt um börnin sín og öllum öðrum mæðrum í heiminum.“

Drottningin lagði einnig mikla áherslu á að átökin hafi ekki byrjað með árás Hamas þann 7. október síðastliðinn. Þetta sé 75 ára löng saga dauða og nauðungarflutninga fyrir Palestínumenn. Saga hernáms ísraelskra stjórnvalda sem standi fyrir aðskilnaðarstefnu, rífi hús, geri land upptækt og geri hernaðarlegar árásir.

Hún segir einu lausnina á þessum 75 ára löngu átökum vera stofnun frjáls og fullvalda ríkis Palestínumanna sem lifi í friði og öryggi með Ísraelsríki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu