fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Fréttir

Múslímskur lífeyrisþegi krefst miskabóta frá Vestmannaeyjabæ vegna fordóma – Fær ekki leiguíbúð og sífellt boðið upp á svínakjöt

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 24. október 2023 11:58

Frá Vestmannaeyjum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífeyrisþegi á áttræðisaldri hefur sent Vestmannaeyjabæ kröfubréf þar sem farið er fram á afsökunarbeiðni og greiðslu 3 milljóna króna miskabóta. Krafan er vegna ítekraðrar lítillækkandi og meiðandi framkomu starfsfólks Vestmannaeyjabæjar í garð viðkomandi og mismunun á grundvelli húðlitar og trúarbragða. Verði ekki orðið við kröfunni má bærinn búast við því að höfðað verði mál.

Í bréfinu, sem DV hefur undir höndum, kemur fram að konan sé upprunalega frá Íran og sé múhameðstrúar. Hún er búsettur í Vestmannaeyjum og er með sögu um alvarlegan hjartasjúkdóm.

Í bréfinu eru raktar þrjár ástæður fyrir kröfunni en fram kemur að um sé að ræða ítrekuð og endurtekin atvik sem geti ekki, sé horft á hlutina í samhengi, verið tilviljun eða mistök af hálfu starfsmanna Vestmannaeyjarbæjar.

Svikinn við úthlutanir, svínakjöt og hreppaflutningar

Í fyrsta lagi hafi verið ítrekað gengið framhjá konunni í úthlutunum leiguíbúða aldraða þrátt fyrir að aldur og sjúkrasaga ætti að hafa nú þegar tryggt slíka íbúð.

Í öðru lagi hafi starfsfólk á vegum Vestmannaeyjarbæjar ítrekað sent henni mat sem inniheldur svínakjöt þrátt fyrir fjölmargar ábendingar þess efnis að viðkomandi borði ekki slíkt vegna trúar sinnar.

Í þriðja lagi hafi starfsfólk sveitarfélagsins í tvígang tekið upp á því að flytja konuna hreppaflutningum til Reykjavíkur án nokkurrar sýnilegrar ástæðu eða lagaheimildar og í því felist ólögmæt meingerð sem sé skaðabótaskyld.

Bréfið er dagsett í gær, mánudaginn 23. október, og er það hæstaréttarlögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sem er lögmaður lífeyrisþegans. Hefur Vestmannaeyjabær vikufrest til þess að bregðast við kröfunni en verði ekki orðið við henni áskilur Vilhjálmur sér rétt til þess að höfða mál fyrir hönd lífeyrisþegans án frekari viðvörunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ókunnugur maður kýldi Svandísi í andlitið – „Vaknaði þegar sjúkraflutningamennirnir voru að reyna að reisa mig á fætur“

Ókunnugur maður kýldi Svandísi í andlitið – „Vaknaði þegar sjúkraflutningamennirnir voru að reyna að reisa mig á fætur“
Fréttir
Í gær

Tónlistarsjóður veitir 77 milljónum til 74 verkefna í fyrri úthlutun ársins 2025

Tónlistarsjóður veitir 77 milljónum til 74 verkefna í fyrri úthlutun ársins 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kölluð út á mesta forgangi eftir neyðarboð frá fiskibát

Kölluð út á mesta forgangi eftir neyðarboð frá fiskibát
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur hugsi eftir reynslu sína af heilbrigðiskerfinu – „75.284 krónur, sirka andvirði einnar vandaðrar þvottavélar“

Vilhjálmur hugsi eftir reynslu sína af heilbrigðiskerfinu – „75.284 krónur, sirka andvirði einnar vandaðrar þvottavélar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur segist vera kominn á bannlista Easyjet – „Ég hef aldrei upplifað mig sem jafn einskisverða manneskju“

Íslendingur segist vera kominn á bannlista Easyjet – „Ég hef aldrei upplifað mig sem jafn einskisverða manneskju“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir ofbeldi og ógnanir gagnvart fyrrverandi sambýliskonu – „drep svo pabba þinn“

Hlaut aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir ofbeldi og ógnanir gagnvart fyrrverandi sambýliskonu – „drep svo pabba þinn“