fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Ákærði ferðamaðurinn er milljarðamæringur – Gæti átt 4 ára fangelsi yfir höfði sér

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 24. október 2023 09:00

Milljarðamæringurinn á að mæta fyrir dómara í lok nóvember.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski ferðamaðurinn George Weaver Haywood sem ákærður hefur verið fyrir að valda árekstri á Suðurlandi er auðugur fjárfestir og verðbréfasali. Hann starfaði til dæmis hjá hinum fallna fjárfestingarbanka Lehmann Brothers áður en hann hrundi. Eignir hans eru metnir á yfir 10 milljarða króna.

Eins og DV greindi frá í gær hefur lögreglan á Suðurlandi kallað Haywood fyrir vegna áreksturs á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Eyrarbakkavegar þann 24. júní árið 2021. Er hann sakaður um að virða að vettugi stöðvunarskyldu og aka hratt í veg fyrir bíl 24 ára íslenskrar konu sem slasaðist alvarlega í árekstrinum.

Meðal annars brotnaði hún á lendarlið og fékk áverka á brjóstkassa, öxl og hnjám. Einnig hefur hún glímt við andleg eftirköst slyssins og verið hjá sálfræðingi. Var konan í níu mánuði frá vinnu vegna slyssins og eins og stendur í kæruskjali mun hún aldrei bíða þess fyllilega bætur.

Lendir á bótasjóði ef Haywood finnst ekki

Konan hefur krafið Haywood um 3,4 milljónir króna í miska og skaðabætur. Hins vegar hefur lögreglan ekki vitneskju um hvar hann býr eða hvar hann er. Mæti hann ekki fyrir dóm þann 30. nóvember verður litið á fjarveruna sem játningu.

Finnist Haywood ekki þá ætti krafan að vera greidd úr Bótasjóði íslenska ríkisins. En sjóðurinn greiðir kröfur sem eru hærri en 400 þúsund en upp að 5 milljón króna hámarki vegna afbrota.

Milljarða eignir í bréfum

Haywood ætti nú ekki að eiga erfitt með að greiða kröfuna því að eignir hans eru metnar á 76 milljónir dollara, eða rúmlega 10 milljarða króna. Á hann meðal annars 10 prósenta hlut í netöryggisfyrirtækinu Zix Corp og 10 prósent hlut í lyfja og heilbrigðisvísindafyrirtækinu Sarepta Therapeutics. Hlutirnir í þessum tveimur fyrirtækjum eru metnir á samanlagt 69 milljón dollara.

Sjá einnig:

Amerískur ferðamaður keyrði í veg fyrir bíl ungrar konu – Áverkar munu hafa áhrif út lífið

Einnig á hann 10 prósenta hlut í fjarskiptafyrirtækinu CoSine. Sá hlutur er metinn á 6 milljónir dollara.

Gæti átt fangelsisdóm yfir höfði sér

Að því sem DV kemst næst er Haywood búsettur í Washington borg í Bandaríkjunum. Hann er líffræðingur og lögfræðingur, menntaður frá Harvard, sem hóf störf hjá Lehmann Brothers bankanum árið 1982.

Hjá Lehmann kleif hann metorðastigann hratt og varð yfirmaður verðbréfamiðlunar árið 1989. Árið 1994 söðlaði hann um og gerðist yfirmaður hjá vogunarsjóðnum Moore Capital Management í New York og síðar stofnaði hann eigið fyrirtæki.

Verði Haywood fundinn sekur á hann allt að 4 ára fangelsisdóm yfir höfði sér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Í gær

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Í gær

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Í gær

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur