fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Myndband af árás Íslendingsins í Osaka – Braut augnatóftir bílstjórans

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 23. október 2023 13:37

Úr öryggismyndavélum í Osaka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japanskir fréttamiðlar hafa birt myndbönd af árás og handtöku Íslendingsins á leigubílstjórann í Osaka í Japan. Bílstjórinn höfuðkúpubrotnaði undir báðum augnatóftum.

DV greindi frá því morgun að 24 ára gamall Íslendingur hefði verið handtekinn í Osaka vegna gruns um að hafa lamið 59 ára gamlan leigubílstjóra. Það var Japan Today sem greindi frá málinu ytra.

Maðurinn fór í bílinn klukkan 10:30 að morgni þriðjudags í síðustu viku. Þegar á leiðarenda var komið neitaði hann að borga upphæðina, 3.000 yen eða um 2.800 krónur.

Þegar hann ætlaði í burtu án þess að borga reyndi bílstjórinn að stoppa hann með áðurnefndum afleiðingum. Hljóp hann á brott en var handsamaður af lögreglu.

Í myndböndunum, sem sýnd hafa verið í japönskum fréttamiðlum, sést maðurinn lemja bílstjórann og hrifsa af honum gleraugun. En ekki er ljóst hvort að öll upptakan er sýnd. Gengur hann svo burt, sýnir örninn á báðum höndum og hrópar að bílstjóranum.

Lögreglan hefur notað myndbandsupptökur úr leigubílnum sjálfum og frá nálægum götuhornum til að rannsaka málið. Maðurinn hefur ekki viljað tjá sig við lögreglu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri