fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
Fréttir

24 ára Íslendingur handtekinn í Japan

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 23. október 2023 08:44

Frá Osaka. Mynd: Pexels/Stephen + Alicia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Osaka í Japan handtók 24 ára Íslending þar í borg á dögunum vegna gruns um að hafa ráðist á 59 ára gamlan leigubílstjóra.

Japan Today greinir frá þessu en maðurinn er sagður hafa neitað að greiða fyrir farið áður en hann réðst á bílstjórann.

Í fréttinni kemur fram að hinn grunaði hafi farið inn í bílinn í Kita-ku hverfinu í Osaka klukkan 10:30 að morgni þriðjudags í síðustu viku. Þegar á leiðarenda var komið er maðurinn sagður hafa neitað að greiða fyrir farið en upphæðin nam þrjú þúsund jenum, tæpum 2.800 krónum.

Maðurinn er sagður hafa farið út úr leigubílnum og bílstjórinn á eftir honum. Endaði það með því að Íslendingurinn veitti bílstjóranum nokkur hnefahögg í andlitið áður en hann hljóp í burtu.

Lögreglu tókst að hafa hendur í hári mannsins eftir að hafa skoðað eftirlitsmyndavélar á svæðinu og eftir að hafa rætt við annan leigubílstjóra sem maðurinn átti viðskipti við. Var Íslendingurinn handtekinn á laugardag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Sultarkvein fuglanna sker í hjartastað“

„Sultarkvein fuglanna sker í hjartastað“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Einar Þór: „Þegar það ger­ist þá erum við með sjúk­ling­inn fljúg­andi“

Einar Þór: „Þegar það ger­ist þá erum við með sjúk­ling­inn fljúg­andi“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kona áreitti þrjá undirmenn sína í grunnskóla kynferðislega – Þolendur hrökkluðust úr starfi en gerandinn mætti aftur til vinnu án eftirmála

Kona áreitti þrjá undirmenn sína í grunnskóla kynferðislega – Þolendur hrökkluðust úr starfi en gerandinn mætti aftur til vinnu án eftirmála
Fréttir
Í gær

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sektuð um fimm milljónir fyrir að brjóta lög

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sektuð um fimm milljónir fyrir að brjóta lög
Fréttir
Í gær

Síbrotamaðurinn Guðfinnur sakfelldur fyrir nauðganir

Síbrotamaðurinn Guðfinnur sakfelldur fyrir nauðganir
Fréttir
Í gær

Mogginn svarar fyrir sig og sendir Heimi Má pillu: „Næsta víst að hann og Inga Sæ­land munu eiga góða daga sam­an“

Mogginn svarar fyrir sig og sendir Heimi Má pillu: „Næsta víst að hann og Inga Sæ­land munu eiga góða daga sam­an“
Fréttir
Í gær

Myndband sýnir augnablikið þegar flugvél Delta brotlenti – Ótrúlegt að allir hafi lifað slysið af

Myndband sýnir augnablikið þegar flugvél Delta brotlenti – Ótrúlegt að allir hafi lifað slysið af