fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Bláa lónið á lista yfir staði sem ferðamenn telja of dýra – Bretland í sérflokki

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 23. október 2023 10:50

Nokkrir af þeim ferðamannastöðum þar sem ferðamenn kvarta yfir verðlaginu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bláa lónið er á meðal þeirra tíu ferðamannastaða í heiminum sem ferðamenn telja vera of dýra. Upptökuver Harry Potter kvikmyndanna í London er sá staður sem flestir telja of dýran.

Listinn var gerður af bandaríska fyrirtækinu SavingsSpot og byggður á greiningu umsagna frá TripAdvisor. Greint var í hversu mörg skipti orðið dýrt kom fram í tengslum við aðgangsmiða, bílastæði og mat og drykk á helstu ferðamannastöðum heimsins. Svo sem söfnum, náttúruminjum og skemmtigörðum.

Bláa lónið á Íslandi hafnaði í sjöunda sæti á listanum með samanlagt 3.139 umsagnir um að staðurinn sé of dýr. Þetta var eini íslenski ferðamannastaðurinn sem komst á listann. Samkvæmt heimasíðu Bláa lónsins er aðgangur frá 8.990 krónum, en þá fær maður aðgang að lóninu, kísilmaska, afnot af handklæði og einn drykk á Lónsbarnum.

 

Súkkulaðifroskur á 1.350 krónur

Áberandi flestir töldu Harry Potter upptökuverið í London á vegum Warner Bros, The Making of Harry Potter, vera of dýran stað, eða 8.283. Ódýrasti miðinn fyrir fullorðna kostar 53,5 pund, eða rúmlega 9.000 krónur.

Þetta verð getur hins vegar hæglega þrefaldast vegna hversu dýrt öll þjónusta og matur er á safninu. Til dæmis kostar einn súkkulaðifroskur 8 pund, eða um 1.350 krónur.

 

Hér má sjá listann í heild:

  1. Warner Bros upptökuverið í London – The Making of Harry Potter: 8.283.
  2. Legoland Windsor Resort í Berkshire, Bretlandi: 5.680.
  3. London Eye: 5.066.
  4. Burj Khalifa turninn í Dúbaí: 4.839.
  5. The View from the Shard í London: 3.223.
  6. Universal Studios í Orlando: 3.189.
  7. Bláa lónið: 3.139.
  8. Magic Kingdom Park í Orlando: 3.127.
  9. Warwick kastali í Bretlandi: 3.067.
  10. Empire State byggingin í New York: 3.056.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“