fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Lögmaður sakbornings í auðkýfingsmálinu gagnrýnir héraðssaksóknara -„Eltast við fólk sem er búið að borga skattana sína“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. október 2023 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Þór Jónsson, lögmaður eins sakbornings í auðkýfingsmálinu, gagnrýnir héraðssaksóknara harðlega fyrir afstöðu hans í málinu, í Facebook-færslu sem hann birti í morgun.

Málið hefur vakið mikla athygli eftir að DV birti fréttir um að héraðsssaksóknari hefði ákært þrjár konur fyrir stórfelld skattsvik, fyrir að hafa ekki talið fram háar fjárgreiðslur sem þær fengu frá erlendum auðmanni fyrir nokkrum árum sem skattskyldar gjafir.

Sjá einnig: Er verið að beita konurnar sem fengu stórfé frá erlenda auðmanninum órétti?

Sú kvennanna þriggja sem fékk mestu greiðslurnar frá manninum fékk yfir 130 milljónir króna frá honum árið 2016. Hún segir greiðslurnar hafa verið lán. Enn fremur liggur fyrir að allar skattkröfur vegna málsins hafa verið gerðar upp við skattyfirvöld, þar á meðal álag, þ.e. sekt sem getur talist vera ígildi refsingar.

Er DV bar þetta undir Ólaf Hauksson héraðssaksóknara sagði hann:

„Almennt séð þá gerist stundum þegar rannsókn er hafin á skattalagabrotum að álagningin er greidd upp en brotið telst engu að síður fullframið áður en greiðsla er innt af hendi.

Málið sem þú vísar til er til meðferðar fyrir dómi og umfjöllun um málið af hálfu ákæruvaldsins á sér stað þar fyrst og fremst.“

Fólk sem unir ákvörðun skattyfirvalda ákært

Sævari þykja ummæli hérassaksóknara vera undarleg. Segir hann orðið tímabært að endurskoða verklag og reglur í þessum málaflokki. Hann spyr hver sé tilgangurinn með því að lögsækja fólk sem hefur unað ákvörðun skattyfirvalda og gert upp sín mál. Slíkt leiði oftar en ekki til gjaldþrots og ríkisvaldið hafi ekkert upp úr krafsinnu. Gefum Sævari orðið:

„Það kemur ankannalega fyrir sjónir að embætti héraðssaksóknara sé að tjá sig um málið með þessum hætti. Það er kominn tími til að endurskoða bæði verklag og regluverk í þessum málaflokki því það sjá það allir sem vilja að þetta fyrirkomulag er ekki að ganga. Fyrir það fyrsta eru heimtur dæmdra gjalda eftir svona dómsmál litlar sem engar – flestir fara í þrot. Í reynd situr ríkisvaldið uppi bæði með ógreidda skatta og kostnað sem fylgir því að reka svona mál innan réttarvörslukerfisins. Þá finnst mér það hámarka vitleysuna þegar ákveðið er að eltast við fólk sem er búið að borga skattana sína og refsingu í formi álags. Hvers vegna er verið að ákæra fólk sem hefur ákveðið að una úrskurðum skattyfirvalda? Eins og í þessu máli þar sem aðilar hafa talið sig gefa upp réttar skuldir og tekjur og engu leynt en greiða síðan þá skatta sem á þá eru lagðir af því skattyfirvöld voru ekki sammála og endurákvörðuðu skatta. Eins og það sé ekki nóg og það þurfi líka að draga fólk fyrir dóm til að fá það sakfellt. Því er vel hægt að færa rök fyrir því að í þessu tiltekna máli sé í reynd verið að beita tvöfaldri refsingu. Það mætti halda að skilaboðin sem þetta skrýtna kerfi vilji senda séu: greiddu skattinn eða ekki, það skipti engu við ætlum samt að refsa þér og hýrudraga þig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“