fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

„Hvað í fjandanum erum við svona hræddir við?“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 21. október 2023 13:22

Unnar Karl Halldórsson er fallinn frá

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnar Karl Halldórsson, eigandi Lóðaþjónustunnar og samfélagsrýnir gagnrýnir þær „grenjuskjóður“ sem hafa látið heyra í sér til að mótmæla eða tala niður kvennaverkfallið sem mun fara fram á þriðjudaginn. Konur séu ekki að taka réttindi af neinum með baráttu sinni, þær séu hreinlega með þá eðlilegu kröfu að fá borgað fyrir sína vinnu jafn mikið og karlmaður í sömu stöðu. 

 

Yfir hverju eru allir að væla? 

Unnar Karl skrifar á Facebook að hér sé um að ræða þann baráttudag þjóðarinnar sem fæstir virðist skilja, eða öllu heldur sá baráttudagur sem mest er haft fyrir að tala niður.

„Þessi dagur er merkilegur á margan hátt og líklega sá baráttudagur sem er mest misskilinn…eða kannski öllu heldur sá baráttudagur sem mestu púðri er eitt í að reyna að afvegaleiða umræðuna og og hreinlega ljúga til um tilganginn.

Yfir hverju eru allir að væla? Hvað er það sem er svona hræðilegt við þennan dag?
Hvað er það eiginlega sem konur eru að fara fram á og kannski það sem meira máli skiptir, frá hverjum eru þær að fara fram á eitthvað?

Eigum við kannski smá stund að hætta að láta eins og steinaldaþursar og pæla aðeins í staðreyndunum?“

 

Hvað í fjandanum erum við hræddir við?

Verkfallið sé til að vekja athygli á launamun kynjanna, en konur hafi ALLTAF verið á lægri launum. Þær séu þó ekki að ráðast að karlmönnum og þeirra störfum, heldur eru konur að benda á að í augum atvinnulífsins séu þær metnar skör lægri en menn. Konur séu ekki að halda því fram að þær séu betri, að karlar eigi að lækka í launum eða með nokkru móti að tala niður til karla. Þær séu bara að biðja um sömu laun fyrir sömu störf.

„Konur eru að fara fram á þann einfalda og sanngjarna rétt að fá sömu laun, fyrir SÖMU störf.

Að fá sömu virðingu og viðhorf í vinnu og næsti karlmaður.

Og hvers vegna í andskotanum ætti einhver karlmaður að vera mótfallinn því? Hvað í fjandanum erum við svona hræddir við? Er það í alvöru sýn svona margra karlmanna að það sé okkar hlutverk að styðja það að konur eigi að vera undir?“

 

Drullum okkur á lappir og stöndum með þeim

Næst beinir Unnar Karl orðum sínum að karlmönnum Íslands og biðlar til þeirra að hætta að kvarta yfir baráttu kvenna. Öll rök um að konur vinni ekki jafn erfið störf haldi engu vatni. Typpi eigi ekki að tryggja hærri laun.

„Karlmenn, hættum þessu rugli og kvörtunum yfir því að konurnar okkar séu að fara fram á sama rétt og við. Hættum að bulla þetta með að þær séu ekki „allar á sjónum og byggi ekki hús“

Það er enginn að tala um þetta og það er enginn að dælda egóið okkar. Drullum okkur á lappir og stöndum með þeim í þeirra baráttu. Þær eiga það skilið og við vitum það. Eða finnst öllum að konan þeirra, mamma og dóttir eigi að vera lægri launaðar en hvaða plebbi útí bæ sem er, bara af því að hann fæddist með typpi? Látið ekki atvinnurekendur segja ykkur að konurnar okkar séu annars flokks.“

Eins beinir Unnar Karl orðum sínum til atvinnulífsins og segir þeim að útrýma launamun. Engin rök séu fyrir því að tveir aðilar í sömu vinnu fái ekki sömu launin bara sökum kynja þeirra.

Að lokum segir Unnar Karl:

„Allir þeir plebbar sem væla yfir því að konur eigi ekki að fá greitt vegna þess að þær séu í „verkfalli“ þá er það þvæla. Þar skilur á milli þeirra sem átta sig á þessu óréttlæti og þeirra sem vilja græða á því.

Það virðist eitthvað sérstaklega koma við egóið hjá einhverjum þursum að þessi dagur skuli vera kallaður Verkfallsdagur en ekki Frídagur.

Ef við karlmenn stæðum einu sinni frammi fyrir því að ákveðið væri á öllum vinnustöðum að við fengjum lægri laun en konur fyrir SÖMU störf, fyrir það eitt að vera karlkyns, þá myndum við ekki taka Karlafrídaginn, við tækjum Karlaverkfallsdaginn eða líklegast Karlauppsagnardaginn.
Áfram konur!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi