fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Er verið að beita konurnar sem fengu stórfé frá erlenda auðmanninum órétti?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 20. október 2023 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir DV af málum þriggja kvenna sem ákærðar hafa verið fyrir stórfelld skattalagabrot hafa vakið mikla athygli. Konunum er gefið að sök að hafa látið undir höfuð leggjast að gera grein fyrir háum peningagreiðslum frá erlendum manni sem skattskyldum gjöfum á skattframtali.

Sú spurning hefur vaknað hvort héraðssaksóknari sé að beita konurnar tvöfaldri málsmeðferð og verði þær fundnar sekar, þá verði þær beittar tvöfaldri refsingu. Slíkt stríðir gegn ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu.

Sjá einnig: Þrjár íslenskar konur ákærðar fyrir skattsvik eftir að hafa þegið 200 milljónir frá erlendum auðkýfingi

Það sem vekur þessa spurningu er sú staðreynd að allar skattkröfur í málinu hafa þegar verið gerðar upp, þar á meðal álag. Álag skattyfirvalda getur flokkast undir refsikennd viðurlög og því má halda því fram að konunum hafi þegar verið refsað. Lagalega óvissa ríkir um hvort álag frá skattyfirvöldum sé ígildi refsingar.

Fyrsta málgrein 4. greinar 7. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu er svohljóðandi:

„Enginn skal sæta lögsókn né refsingu að nýju í sakamáli innan lögsögu sama ríkis fyrir brot sem hann hefur þegar verið sýknaður af eða sakfelldur um með lokadómi samkvæmt lögum og sakamálaréttarfari viðkomandi ríkis.“

Sjá einnig: Yfirlýsing í auðkýfingsmálinu:Kona sem fékk 130 milljónir svarar fyrir sig

Reynt hefur á þetta ákvæði fyrir fyrir dómi í skattalagabrotum með mismunandi hætti í ólíkum málum og með mismunandi niðurstöðu.

Brot fullframið

DV sendi fyrirspurn á Ólaf Hauksson héraðssaksóknara og óskaði svara við því álitamáli hvort ákæruvaldið væri að sækjast eftir tvöfaldri refsingu með því að lögsækja aðila sem greitt hafa skattkröfur til skattyfirvalda og sætt viðurlögum af þeirra hálfu.

„Almennt séð þá gerist stundum þegar rannsókn er hafin á skattalagabrotum að álagningin er greidd upp en brotið telst engu að síður fullframið áður en greiðsla er innt af hendi,“ segir Ólafur og svarar því ekki þeirri spurningu hvort mögulega sé tvöföld refsing undir, en vekur athygli á því að brotið er framið áður en til greiðslna til skattyfirvalda kemur. Ólafur segir um þetta tiltekna mál:

„Málið sem þú vísar til er til meðferðar fyrir dómi og umfjöllun um málið af hálfu ákæruvaldsins á sér stað þar fyrst og fremst.“

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hljópst þú 1. apríl eða varstu með göbbin á hreinu?

Hljópst þú 1. apríl eða varstu með göbbin á hreinu?
Fréttir
Í gær

Atvikið í morgun skuggi á þegar ömurlegt ástand – Fékk aðstoð frá björgunarsveitinni áður en hann tók fram byssuna

Atvikið í morgun skuggi á þegar ömurlegt ástand – Fékk aðstoð frá björgunarsveitinni áður en hann tók fram byssuna
Fréttir
Í gær

Ógnanir Trump hafa vissa kosti í för með sér fyrir Kanada

Ógnanir Trump hafa vissa kosti í för með sér fyrir Kanada
Fréttir
Í gær

Afllítið gos – Ekki útilokað að gjósi á fleiri stöðum

Afllítið gos – Ekki útilokað að gjósi á fleiri stöðum
Fréttir
Í gær

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“