fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Hræðileg Íslandsferð tælenska þingmannsins: Vanvirti mosa og rekin af veitingastað

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 2. október 2023 12:00

Íslandsheimsóknin hefði getað gengið betur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsferð tælenska þingmannsins Porntip Rojanasunan á dögunum hefði getað gengið betur. Auk þess að vera vísað af veitingastað var hún sökuð um umhverfisspjöll þegar hún birti mynd af sér að velta sér í viðkvæmum mosa.

Rojanasunan hefur nú fjarlægt myndina af sér sem hún birti á samfélagsmiðlum í síðustu viku. En á henni sést hún liggja á mosa á hraunbreiðu.

„Á Íslandi eru ekki mörg tré. Á sléttunum eru hnútar eins og grænir krabbar undir flauelsteppi,“ sagði Rojananasunan í færslunni.

Vakti athæfið reiði hjá netverjum sem gagnrýndu hana harkalega. Bent var á að mosi væri viðkvæmur og það tæki langan tíma fyrir hann að vaxa. Var hún sögð vera slæmur ferðamaður sem sýndi Íslandi vanvirðingu með þessu.

Viðurkenndi dómgreindarbrest

Rojanasunan viðurkenndi sök sína í málinu í samtali við tælenska fréttamiðilinn Sanook og sagði þetta hafa verið dómgreindarbrest hjá sér. Hún hafi ekki kynnt sér reglur Íslands nægilega vel.

Færslan sem Rojanasunan eyddi.

„Þar sem ég tók þessar ljósmyndir voru engin sýnileg skilti og þess vegna klúðraði ég því að fylgja reglunum,“ sagði þingmaðurinn. „Ég geri mér grein fyrir mistökum mínum og um leið og ég áttaði mig á þessu leiðrétti ég þau. Ég fjarlægði myndina áður en ég kom til baka, því miður ekki nógu fljótt til að þeir sem eru á móti mér gætu nýtt sér málið og blásið það út.“

Rekin af veitingastað

Þetta var ekki eina leiðindaatvikið hjá Rojanasunan í Íslandsheimsókninni, 21. til 30. september. En eins og greint var frá í fjölmiðlum hérlendis og í Tælandi var henni vísað af veitingastaðnum Tokyo Sushi í Kópavogi.

Það var Ari Alexander Guðjónsson, yfirkokkur staðarins, sem rak Rojanasunan út og tók myndband af því sem hann deildi á samfélagsmiðlum. En hann er af tælenskum uppruna.

„Þú ert ekki velkomin hérna. Farðu út af veitingastaðnum mínum,“ sagði Ari Alexander við Rojanasunan, en á ensku.

Ari Alexander hefur ekki viljað tjá sig um málið en að sögn fjölmiðla erlendis kom atvikið upp vegna andstöðu hennar við stjórnmálaflokkinn sem vill minnka áhrif konungsfjölskyldunnar. Ari Alexander hefur nú lokað Facebook síðu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg