fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Boobac Shakur sem veiddi barnaníðinga skotinn til bana

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 2. október 2023 11:00

Shakur var fertugur að aldri. Mynd/Skjáskot CNN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnaníðingsveiðarinn Boobac Shakur var skotinn til bana í bænum Pontiac í Michigan fylki á föstudag. Hann lenti í átökum við tvo pilta, 17 og 18 ára gamla, á veitingastað.

Shakur, sem hét Robert Wayne Lee og var fertugur að aldri, kom margsinnis upp um níðinga á netinu. Yfirleitt þóttist hann vera 15 ára stúlka á netinu og átti í samskiptum við menn sem hann grunaði um að vera níðingar.

Í þau skipti sem hann mætti þessum mönnum í raunheimi tók hann samskiptin upp á myndbönd og sýndi á Facebook og Instagram síðum sínum, þar sem hann hafði tugþúsundir fylgjenda. Í sumum tilvikum lenti hann í slagsmálum við mennina.

Annar með hníf en hinn byssu

Á föstudag mætti hann piltunum tveimur á veitingastað í bænum Pontiac. Samkvæmt fréttastöðinni CNN sakaði hann 18 ára piltinn um að vera níðingur og kýldi hann. Sá piltur dró upp kuta til að verja sig en félagi hans dró upp hólk og skaut Shakur nokkrum skotum.

Var Shakur fluttur á sjúkrahús og lést þar skömmu seinna. Piltarnir flúðu af vettvangi en lögreglan hafði upp á þeim á sunnudagsmorgun og handtók þá.

Skilja þörfina

Að sögn lögreglunnar í Michigan hafði krossferð Boobac Shakur stundum leitt til þess að lögreglan gat handtekið og ákært vissa einstaklinga sem grunaðir voru um barnaníð. En að hann hafi ekki alltaf haft rétt fyrir sér og sakaði menn sem bersýnilega hafi ekki verið níðingar.

„Við skiljum þá þörf sem hann hafði til þess að láta níðinga svara til saka, en vel meinandi einstaklingar sem gera þetta eru ekki alltaf meðvitaðir um sönnunarbyrðina sem þarf til sakfellingar og þeir vanmeta oft líkurnar á ofbeldi þegar þeir mæta þeim,“ sagði lögreglustjórinn Michael Bouchard í yfirlýsingu eftir morðið. Málið fer nú frá lögreglu til saksóknara.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Í gær

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Í gær

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur