fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Skólamatur í Hafnarfirði hækkar um þriðjung – Lofuðu lækkun eftir kosningar

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 19. október 2023 16:00

Flokkur núverandi og verðandi bæjarstjóra lofuðu lækkunum á skólamáltíðum. Þær hafa nú verið hækkaðar í tvígang. Mynd/Hafnarfjörður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafnarfjarðarbær hefur hækkað verð til foreldra á skólamat um 33 prósent í grunnskólum og 19 prósent í leikskólum. Eftir kosningar árið 2022 lofuðu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur að lækka verð á skólamat og stefna að því að gera hann gjaldfrjálsan.

Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingar.

„Þarna er verið að fara í fullkomlega öfuga átt. Á þessum síðustu og verstu tímum á að vernda fólk fyrir skattahækkunum af þessum toga. Þetta eru vissulega þjónustugjöld en í raun skattar á barnaheimili,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði sem hefur gagnrýnt hækkunina.

Hádegismatur í mánaðaráskrift hækkar úr 533 krónum í 709 krónur. Þetta þýðir í raun að áskriftin hækkar úr í kringum 10.000 þúsund krónur í 13.500. Þessi hækkun nemur því um 35 þúsund krónum á 9 mánaða skólaári fyrir eitt barn. Þá hefur ávaxta og grænmetisáskriftin hækkað úr 123 krónum í 157 á dag.

Lofuðu lækkun en hafa hækkað tvisvar

„Sjálfstæðisflokkur og Framsókn samþykkja tillögu fræðsluráðs um breytingar á gjaldskrá skólamatar sem eru tilkomnar vegna hækkunar hjá Skólamat ehf. Lögð er áhersla á að standa vörð um kostnaðarhlutdeild forráðamanna barna, en hún verður sú sama fyrir og eftir breytingar,“ segir í bókun meirihlutaflokkanna um málið.

Í málefnasamningi flokkanna eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2022 var íbúum bæjarins hins vegar lofað að gjöldin yrðu lækkuð. Þar segir:

„Gjöld á barnafólk í skólakerfinu verði áfram lækkuð, meðal annars fyrir skólamáltíðir og þannig stigin markviss skref í þá átt að gera þær gjaldfrjálsar.“

Hafa ber í huga að gjaldskráin var einnig hækkuð um síðustu áramót. En hver skólamáltíð í grunnskólum kostaði 487 krónur haustið 2022, fyrir nemanda í áskrift

Opnuðu nýtt húsnæði

Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar, segir að gerður hafi verið nýr samningur við Hafnarfjarðarbæ í sumar. Hann segist ekki hafa töluna í hausnum um hversu mikil hækkunin var en það sé mjög líklegt að hún sé sú sama og gjaldskrárhækkun bæjarins var.

Ástæðan en hækkun á matvælaverði. Ekki flutningur fyrirtækisins í nýtt húsnæði. En Skólamatur opnaði nýlega nýtt 1500 fermetra sérhæft húsnæði í Keflavík undir starfsemi fyrirtækisins.

„Þvert á móti. Nýja húsnæðið á að leiða til kostnaðarlækkunar ef eitthvað er,“ segir Jón.

Jón Axelsson framkvæmdastjóri Skólamatar. Mynd/Skólamatur

Jón segir að sveitarfélögin borgi mismikið fyrir skólamáltíðir. Verðið byggist á samningum sem gerðir eru eftir útboð. Verðið til neytenda fari svo eftir gjaldskrárákvörðunum sveitarfélaganna.

Skólamatur þjónustar 85 grunn og leikskóla á öllu höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Hafnarfjörður var eina sveitarfélagið sem gerður var nýr samningur við að þessu sinni.

Sumar fjölskyldur hafi ekki efni á skólamat

Foreldraráð grunnskóla Hafnarfjarðar hefur fordæmt gjaldskrárhækkunina og segja hana ýta undir mismunun.

„Foreldraráð grunnskólabarna í Hafnarfirði fordæmir þá niðurstöðu bæjarins að 33% hækkun á gjaldskrá fyrirtækisins lendi á fjölskyldum grunnskólabarna, enda er hækkunin vel umfram verðlagsþróun. Foreldraráð telur þessa hækkun ýta undir ójafnræði milli barna og vera á skjön við Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og lög um farsæld barna enda viðbúið að sumar fjölskyldur hafi ekki lengur tök á að nýta sér þessa mikilvægu þjónustu,“ segir í bókun foreldraráðs.

Hefur ráðið óskað eftir því að hækkunin verði tekin til endurskoðunar en hún á að taka gildi um næstu mánaðamót.

Guðmundur Árni segir að verið sé að láta hækkun framleiðandans flæða til notendanna. „Bærinn borgar í dag þrjá fjórðu af skólamatnum niður en einn fjórði er á hendi foreldra, oft á tíðum barnmargra. Það hefði verið eðlilegt að okkar mati að bærinn hefði tekið þetta högg af foreldrum og hækkað endurgreiðsluna,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu