fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Xi og Pútín boða nýja skipan heimsmála

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. október 2023 15:30

Pútín og Xi Jinping. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag lagði Vladimir Pútín forseti Rússlands mikla áherslu á það sem hann kallar sterk tengsl lands hans og Kína. Þetta gerði hann á sérstökum fundi sem Xi Jinping forseti Kína boðaði til í Peking. Á fundinum setti Xi fram hugmyndir sínar um nýja skipan heimsmála.

Í ræðu sinni á fundinum sem ekki hafði verið tilkynnt um fyrir fram lofaði Pútín hugmyndir Xi og sagði þær stefna að sanngjarnari heimi sem væri þar að auki margpóla.

Pútín sagði Rússland og Kína deila áhuga á samvinnu sem væri byggð á jafnræði og gagnkvæmum hagsmunum. Það ætti einnig við um virðingu fyrir margbreytileika menningarheima og rétti hvers ríkis til að þróast á sinn eigin hátt.

Með þessum orðum virðist Pútín vera að svara gagnrýnisröddum um að leiðtogar valdboðsríkja ættu að veita mannréttindum og pólitísku frelsi aukið rými innan sinna landamæra.

Fundurinn var haldinn vegna 10 ára afmælis áætlunarinnar Belti og braut en hún gengur út á að efla viðskipti Kínverja út um allan heim með uppbyggingu ýmissa innviða. Slík uppbygging er þá fjármögnuð af kínversku lánsfé.

Xi sagði Belti og braut og sínar hugmyndir veita heiminum nýtt þróunarlíkan og nýjan ramma fyrir þróunarsamvinnu.

Á fundinum voru samankomnir á þriðja tug þjóðarleiðtoga og hundruðir sendinefnda.

Xi sagði í ræðu sinni að valdabreytingar væru að eiga sér stað í heiminum og þessar breytingar væru sögulegar.

Hann sagði Kína stefna að því að verða öflugra ríki og öflugri þjóð með kínverskri nútímavæðingu. Þessi nútímavæðing væri ekki bara fyrir Kína heldur öll þróunarríki, í gegnum sameiginleg verkefni.

Xi sagði að hugmyndafræðilegar deilur, keppni í heimspólitískum yfirráðum og stjórnmál sem mótist af blokkum séu ekki fyrir Kína.

Hann sagði að það að líta á þróun annarra ríkja sem ógn eða að líta á efnahagslega samtvinnun sem áhættu geri lífið ekki betra og hraði ekki þróun.

Xi og Pútín funduðu að stærri fundinum loknum. Xi sagði Pútín vera gamlan vin sinn og lofaði það að pólitískt traust milli ríkjanna tveggja hefði dýpkað og að þau ættu með sér nána samvinnu.

Sækist eftir auknum áhrifum á heimsvísu á meðan erfiðleikarnir aukast

Fundurinn er sagður liður í því að auka áhrif Kína á alþjóðavettvangi. Þjóðarleiðtogar og fulltrúar frá 140 ríkjum voru viðstaddir fundinn.

Erfiðleikarnir fara hins vegar vaxandi heima við. Hægst hefur á kínversku efnahagslífi, atvinnuleysi hefur vaxið og talsvert hefur verið um óútskýrðar mannabreytingar í efstu lögum kommúnistaflokksins sem öllu ræður í Kína.

Belti og braut áætlunin hefur dælt gríðarlega háum upphæðum af kínversku fé til byggingar til dæmis hafna, raforkuvera, brúa og járnbrauta víða um heim. Þetta hefur aukið áhrif Kína á heimsvísu til muna.

Meira en 150 ríki hafa notið góðs af áætluninni.

Minnkandi hagvöxtur í Kína gerir hins vegar Belti og brú erfiðara fyrir og spurningar hafa vaknað um aukna skuldsetningu þátttökuríkja og áhrif áætlunarinnar á umhverfið.

Greinendur segja að Belti og braut hafi gert Kína að stærsta lánardrottni heims.

Í ræðunni vísaði Xi allri slíkri gagnrýni á bug. Hann segir árangurinn af Belti og braut sýna að sú áætlun sé réttu meginn í sögunni. Hún varði réttu leiðina til framtíðar.

Xi boðaði einnig áform um meðal annars að öllum takmörkunum á fjárfestingum erlendra aðila í kínverskum framleiðsluiðnaði yrði aflétt og áætlun um aukna stjórn á gervigreind á heimsvísu.

Það var CNN sem greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“