Vopnað rán var framið í verslun í Breiðholti í morgun. Þetta kemur fram í skýrslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Tilkynningin barst klukkan 9:30 í morgun í hverfi 109 (Breiðholti). Ræninginn tæmdi peningaskáp sem hafði að geyma uppgjör gærdagsins. Samkvæmt lögreglunni er málið í rannsókn.
Í miðborginni var tilkynnt um innbrot, þjófnað og skemmdarverk í bifreið. Gerandinn er ókunnur að sögn lögreglu.
Í Grafarvoginum var tilkynnt um umferðarslys þegar ekið var á barn á reiðhjóli. Hlaut barnið minniháttar meiðsli af en til öryggis var það flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítala til frekari skoðunar.