fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Morðið í Bátavogi – Áfram í gæsluvarðhaldi – „Það er bara ein manneskja grunuð“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 18. október 2023 14:30

Frá Bátavogi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem grunuð er um að hafa orðið manni að bana í fjölbýlishúsi í Bátavogi í Reykjavík laugardagskvöldið 21. september síðastliðinn, mun sitja í gæsluvarðhaldi í að minnsta kosti viku í viðbót. Gæsluvarðhald átti að renna út í dag en framlengist án þess að lögreglustjóri þurfi að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds. Ástæðan er sú að Landsréttur hefur snúið við úrskurði héraðsdóms í málinu og úrskurðað þriggja vikna gæsluvarðhald eins og lögreglustjóri fór fram á upphaflega. Ein vika er eftir af þeim tíma og því situr konan í gæsluvarðhaldi í viku í viðbót hið minnsta.

Þetta kom fram í samtali DV við Ævar Pálma Pálmasson, aðstoðaryfirlögregluþjón hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Aðspurður hver staða rannsóknarinnar væri núna í samanburði við stöðuna fyrir um tveimur vikum, þegar áframhaldandi gæsluvarðhalds var síðast krafist, segir Ævar:

„Það er í sjálfu sér eitthvað sem við getum ekki tjáð okkur um. Miklir rannsóknarhagsmunir eru enn í húfi og rannsóknin er frekar umfangsmikil, mikið af gögnum sem þarf að fara yfir og margar skýrslur sem hefur orðið að taka. Svo liggja endanlegar niðurstöður krufningar enn ekki fyrir,“ segir Ævar Pálmi. Aðspurður segir hann þó að nú þegar hafi komið fram miklar upplýsingar úr krufningu:

„Það hefur heilmargt komið frfam og við teljum okkar vera komin með mjög skýra mynd af málinu. En það er slatti af lausum endum sem þarf að ganga frá.“

Aðspurður hvort aðeins sú manneskja sem er í gæsluvarðhaldi sé grunuð um morðið, segir Ævar Pálmi:

„Já, rannsóknin gengur út á að þarna hafi verið um manndráp að ræða og það er aðeins ein manneskja sem er grunuð, sú sem er í gæsluvarðhaldi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg