fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Þrjár íslenskar konur ákærðar fyrir skattsvik eftir að hafa þegið 200 milljónir frá erlendum auðkýfingi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 17. október 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afar sérstakt skattalagamál verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands í næsta mánuði. Þrjár konur eru þar ákærðar fyrir skattalagabrot í tengslum við vináttu sína við erlendan auðmann og meintar fjárgjafir frá honum. Tvær kvennanna eru mæðgur.

Ein konan er 28 ára gömul. Í ákæru er hún sögð hafa þegið af manninum rúmlega 131,4 milljónir króna, megnið á árinu 2016. Á skattframtali gerði hún grein fyrir greiðslunum sem skuldum en skattayfirvöld og héraðssaksóknari telja að um gjöf hafi verið að ræða.

Vangreiddur tekjuskattur konunnar er sagður nema um 59,1 milljón króna.

Sjá einnig: Yfirlýsing í auðkýfingsmálinu:Kona sem fékk 130 milljónir svarar fyrir sig

Önnur konan er á sjötugsaldri. Hún er sögð hafa þegið fjárgjafir frá manninum og ekki gert grein fyrir þeim sem skattskyldum gjöfum árin 2014, 2015, 2016 og 2017. Nema meintar fjárgjafir mannsins til konunnar námu um 54,4 milljónum króna.

Vangreiddur tekjuskattur þessarar konu er sagður nema samtals um 20,7 milljónum króna.

Þriðja konan er dóttir konunnar á sjötugsaldri og er hún á fertugsaldri. Hún er sögð hafa þegið 13,1 milljón króna af manninum árið 2015 og 16,3 milljónir árið 2017, eða samtals hátt í 30 milljónir króna.

Vangreiddur tekjuskattur konunnar vegna þessara meintu fjárgjafa er sagður nema um 10,8 milljónum króna.

Fyrirtaka verður í málinu um miðjan nóvember og má búast við að aðalmeðferð verði skömmu eftir áramót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi