fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Fleiri mál til rannsóknar gegn Ástríði og enn bólar ekki á ákæru

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 17. október 2023 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn á meintum fjársvikabrotum Ástríðar Kristínar Bjarnadóttur kennara gegn 11 karlmönnum upp á um 25 milljónir króna er lokið og málið komið til ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið ákært í málinu.

María Káradóttir, aðstoðarsaksóknari hjá ákærusviði lögreglunnar, segir að fleiri mál séu í rannsókn gegn Ástríði en þau sem hér um ræðir. Eftir sé að taka ákvörðun um hvort ákært verði eftir að rannsókn allra mála gegn henni er lokið eða hvort fyrst verði gefin út ákæra varðandi þau mál sem þegar hefur verið lokið rannsókn á.

Eins og fram hefur komið í fréttum af málum Ástríðar, sem er fertug að aldri og hefur starfað sem barnakennari í mörgum skólum á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár, hefur rannsókn leitt í ljós að um 400 karlmenn hafa á undanförnum árum lagt inn á reikninga hennar um 200 milljónir króna. Elsta meintu brotin sem vitað er um eru frá árinu 2016.

Sjá einnig: Maðurinn sem fyrst sagði frá svikum Ástríðar:„Þetta er miklu meira en bara spilafíkn“

Ástríður er sögð vera haldin spilafíkn og er talið að allir fjármunir sem hún hafi svikið út séu glataðir. Hún sat í gæsluvarðhaldi í 12 vikur í sumar vegna hættu á að hún héldi áfram brotum. Lög heimila ekki lengra gæsluvarðhald en 12 vikur án þess að sakborningi sé birt ákæra.

Meint fjársvik Ástríðar snúast annars vegar um að fá peningalán hjá einstaklingum án þess að greiða til baka og hins vegar að komast með sviksamlegum hætti yfir rafræn skilríki manna, stofna til lántöku í nafni þeirra og leggja lánsféð inn á eigin reikninga. Karlmenn sem segja hana hafa svikið út úr sér fé kynntust henni á stefnumótavefjum og -forritum en hún hefur verið mjög virk á slíkum miðlum undanfarin ár. Engin dæmi eru hins vegar um að hún hafi stofnað til náinna kynna við þá karlmenn sem hún er sögð hafa svikið fé út úr í tengslum við slík samskipti. Sumir þeirra gerðu sér þó vonir um að hitta hana og kynnast henni, en ekki varð úr því.

Eftir að Ástríður losnaði úr gæsluvarðhaldi, þann 25. ágúst síðastliðinn, hefur hún sýnt af sér atferli sem getur vakið grun um að hún hafi tekið upp fyrri iðju; hún hefur skráð sig á ný á stefnumótaforrit og hún hefur beðið um peningalán í stórum Facebook-hópi. Þar hefur hún einnig boðið skartripi og snjallsíma til sölu.

Sjá einnig: Ástríður biður um peninga fyrir bensíni og mat á Facebook – Grunuð um stórfelld fjársvik

María Káradóttir, hjá ákærusviði lögreglunnar, tjáir DV að frekari tíðinda megi vænta af málum Ástríðar á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans