fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Ásta Lóa hvumsa út af orðum Sigurjóns – „Hef ekki blokkað neinn“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 17. október 2023 17:00

Ásta Lóa Þórsdóttir segist ekki hafa blokkað neinn og skilur ekki hvað Sigurjóni gengur til. Mynd/Flokkur fólksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásta Lóa Þórsdóttir hafnar því að hafa á Facebook blokkað mann að nafni Sigurjón, sem býr í Reykjanesbæ, sem hringdi inn í símatíma Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær. Maðurinn sagðist hafa viðrað hugmyndir við hana og tvo verkalýðsleiðtoga en fengið blokk að launum.

Téður Sigurjón hringdi inn í opinn símatíma á Bylgjunni í gær og sagði frá hugmyndum sínum varðandi efnahagsmál. Það er að safna þyrfti undirskriftum til að skora á ríkisstjórn Íslands að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni og festa vexti Seðlabankans í þremur prósentustigum. Ef það kæmu 100 til 150 þúsund undirskriftir myndi það hreyfa við þingheimi.

Sagðist hann hafa viðrað þessa hugmynd við Ástu Lóu, sem gegnir formennsku í Hagsmunasamtökum heimilanna, og verkalýðsleiðtoganna Ragnar Þór Ingólfsson hjá VR og Vilhjálm Birgisson hjá SGS.

„Eina sem ég fékk var að Ásta Lóa blokkaði mig á Facebook,“ sagði Sigurjón. „Ég er búinn að vera að senda henni hvað eftir annað og bara að biðja um þetta en hún misskildi þetta. Hún hefur haldið að ég hafi ætlað að biðja hana að gera eitthvað allt annað. Hún er alltaf að vitna í það þegar ég fór fram við hana að hún myndi standa fyrir frumvarpi á Alþingi þess efnis og fá fleiri þingmenn með sér í lið.“

Beinir orðum ítrekað til Ástu

Ásta Lóa hafnar þessu í færslu sem hún birti á Facebook síðu Hagsmunasamtakanna. Segist hún ekki hafa blokkað neinn.

„Í gær hringdi maður í símatíma Reykjavík síðdegis og sagði mig hafa blokkað sig á Facebook og í þessum hópi. Þetta er einfaldlega ekki satt,“ segir Ásta Lóa og rekur málið frá sínu sjónarhorni.

„Forsaga málsins er að þessi maður hefur ítrekað skrifað hér komment um sama/svipað efni, sem ég svaraði ítarlega í upphafi. Hann var ósammála mínum rökum og hefur fullt leyfi til þess en ég varð samt hissa á að sjá málflutning hans ítekaðan í opnu bréfi til mín Morgunblaðinu,“ segir hún. „Að auki hefur hann a.m.k. tvisvar (mér vitanlega) hringt í opinn símatíma á Bylgjunni til að ræða hugmynd sína og að ég eigi að framkvæma hana.“

Jaðri við einelti

Ásta Lóa segist ekki leggja það í vana sinn að blokka fólk þó hún sé ekki sammála skoðunum þeirra eða þeim leiðum sem þau telja sig hafa fram að færa. Í eitt skipti hafi hún ítarlega svarað Sigurjóni en þar sem hann hafi einvörðungu skrifað greinar í Morgunblaðið hafi hún lítið svarað honum síðan. En hún hafi ekki blokkað hann.

„Mér er algjörlega fyrirmunað að skilja hvað vakir fyrir þessum tiltekna manni með þessum orðum, sem óneitanlega skilja eftir neikvæðar hugrenningar í hugum hlustenda,“ segir Ásta Lóa. „Ég ætla ekki að fara nánar í skoðanir mínar á þeirri hugmynd sem hér um ræðir, en láta nægja að segja að ég hef ekki trú á þessari leið og læt ekki neyða mig með einhverju sem er farið að jaðra við „bullying“ til að fara gegn eigin sannfæringu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Penninn fær leyfi til að reka matvöruverslanir

Penninn fær leyfi til að reka matvöruverslanir
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Í gær

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti