fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Allt að 500 manns taldir hafa látist í loftárás á spítala á Gaza

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. október 2023 18:52

Skjáskot cnn.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar um allan heim greina nú frá því að allt að 500 manns hafi látið lífið í loftárás ísraelska hersins á spítala á Gaza-svæðinu.

Í fréttum BBC kemur fram að herinn segist vera með atvikið til rannsóknar. Talsmenn Hamas sem farið hefur með stjórn Gaza undanfarin ár að árásin sé hreinræktaður stríðsglæpur. Spítalinn hafi hýst hundruðir veikra einstaklinga og manna sem hafi neyðst til að flýja heimili sín vegna árása Ísraelshers. Hundruð séu föst undir braki úr byggingunni sem hýsti spítalann.

Á myndum af vettvangi má sjá blóði drifna einstaklinga borna út úr brakinu og lík liggja í því miðju.

Læknir á spítalanum sem BBC ræddi við segir algjöra örvæntingu og ringulreið ríkja á staðnum. Alls hafi 4.000 manns nýtt spítalann sem skjól undan fyrri árásum. Hann segir 80 prósent spítalans óstarfhæfan og hundruðir manna hafa slasast eða látist í sprenginunni.

Mahmoud Abbas forseti Palestínu hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg.

Í fréttum CNN kemur fram að heilbrigðisyfirvöld á Gaze segi að fyrsta mat á fjölda fallinna bendi til að 200-300 manns hafi látist. Ísraelski herinn segist nú rannsaka atvikið og vill meina að enn sem stendur sé ekki ljóst hvort að spítalinn varð fyrir sprengju frá ísraelska flughernum eða misheppnuðu eldflaugaskoti Hamas.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Reykjavíkurborg braut á fatlaðri konu – Látin bíða svara í nærri áratug

Reykjavíkurborg braut á fatlaðri konu – Látin bíða svara í nærri áratug
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“
Fréttir
Í gær

Sakaður um að kynferðisbrot gegn dreng í búningsklefa og dreginn fyrir dóm á Akureyri

Sakaður um að kynferðisbrot gegn dreng í búningsklefa og dreginn fyrir dóm á Akureyri
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur