fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Vinur Kristins tekinn höndum eftir Íslandsheimsókn – „Er runnið algert andskotans ofsóknaræði á menn?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. október 2023 20:53

Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Craig Murray, fyrrverandi sendiherra og uppljóstrari, var stöðvaður á flugvellinum í Glasgow í dag og gert að afhenda tölvu sína og síma á grundvelli þarlendra hryðjuverka. Murray var að koma frá heimsókn til Íslands þar sem hann var gestur Kristins Hrafnssonar, ritstjóra Wikileaks, sem er allt annað en sáttur við framferði breskra yfirvalda.

Ljóstraði upp um mannréttindabrot í Úsbekistan

Murray var sendiherra Breta í Úsbekistan árin 2002-2004 en þá opinberaði hann mannréttindabrot þarlendra stjórnvalda sem gerði það að verkum að hann var settur af. Síðan þá hefur hann starfað sem pólitískur aktívisti og verið ötull talsmaður mannréttinda og baráttumaður gegn spillingu.

„Um helgina var Craig Murray, fyrrverandi sendiherra Breta og uppljóstari, gestur minn á Íslandi. Hann hefur stutt við bakið á baráttunni fyrir frelsi Julian Assange en það hefur Ögmundur Jónasson einnig gert ötullega. Þeir hafa oftar en ekki talað á sömu fundunum erlendis og þekkjast vel. Við Craig mættum á samstöðufund með Palestínumönnum á Austurvelli í gær og köstuðum m.a. kveðju á Ögmund,“ skrifaði Kristinn í færslu á Facebook-síðu sína.

Yfirheyrður um fundinn á Austurvelli

Við heimkomuna til Glasgow var Murray síðan tekinn höndum undir ákvæði sjö í fyrrgreinum hryðjuverkalögum, sem heimilar breskri landamæralögreglu að setja menn í hald á nokkurra skýringa og krefjast þess að viðkomandi afhendi gögn og tæki, ella verði þeir kærðir fyrir brot á lögum. Segir Kristinn að auk raftækjanna sem Murray þurfti að afhenda þá var hann krafinn svara um mætinguna á fundinn á Austurvelli sem og tengsl hans við WikiLeaks og Julian Assange.

„Ég spyr, er runnið algert andskotans ofsóknaræði á menn? Hversu lengi ætlar almenningur að líða svona hraðskrið í átt að algjöru afnámi okkar grunnréttinda áður en rétt þykir að vakna úr svefnrofanum,“ skrifar Kristinn.

Craig Murray
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“