fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Hinrik Ingi opnar sig um fortíðina og ofbeldisverk sín – „Þetta er mitt varnarráð, ótti inni í mér“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. október 2023 22:00

Hinrik Ingi Óskarsson Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fór þessa leið af því ég hafði enga stefnu, ég fór bara þessa leið án þess að hugsa meira út í hana. Og heldur betur fór ég hana,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem er nýjasti viðmælandi Götustráka. Er viðtalið það fyrsta sem Hinrik Ingi kemur í og fer í gegnum fortíð sína.

Hinrik Ingi, sem er 29 ára, átti bjarta framtíð fyrir sér fyrir nokkrum árum sem keppandi í CrossFit og einkaþjálfari. Hann neitaði að fara í lyfjapróf á Íslandsmóti árið 2016. Árið 2019 hafði hann unnið sér sæti á heimsleikunum í Crossfit með frammistöðu sinni á Reykjavík Crossfit Championship móti en féll síðan á lyfjaprófi þegar tvö ólögleg efni fundust í sýni hans. Hinrik Ingi neitaði sök og gaf út yfirlýsingu þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. Eftir það var leiðin hröð niður á við í íslenska undirheima. Við tók neysla, ofbeldi, glæpir og að lokum fangelsi, en Hinrik Ingi á að baki minnst tvo dóma í febrúar 2022 og júní 2023 fyrir frelsissviptingar, líkamlegt ofbeldi, brot á nálgunarbanni, rán, skemmdarverk á bíl, fíkniefnabrot og fleira.

Sjá einnig: Crossfitkappinn Hinrik Ingi dæmdur fyrir margvísleg ofbeldisbrot – Frelsissvipti ungan mann

Sjá einnig: Hinrik Ingi sakfelldur fyrir fjárkúgun og líkamsárás en fær vægan dóm

„Ég var að ræða þetta við pabba fyrir 2-3 vikum og hugsa af hverju í fokkanum er ég svona bilaður, af hverju eru þessir brestir, af hverju finnst mér óþægilegt að láta halda mér, gera þetta og þetta, þetta er bara svona eitthvað sem hefur þróast með mér alla mína tíð, og ég svara með ofbeldi, þetta er mitt varnarráð, ótti inni í mér, sem virkaði fyrir mig að ákveðnu leyti. Það má alls ekki beita fólk ofbeldi og allt það, en þetta er eitthvað sem ég réði ekki við þegar ég var yngri,“ segir Hinrik Ingi í klippu úr viðtalinu.

Segist hans oft vera spurður hvort hann sé greindur með ADHD eða annað, og segist hafa spurt foreldra sína „og það er eitthvað með reiði og þráhyggjuröskun. Hinrik Ingi segir fjölskylduna hafa alltaf verið til staðar fyrir hann og hann gæti ekki beðið um betri foreldra og systur.

„Ég hef greinilega verið alkóhólisti allt mitt líf. Alkóhólismi er geðsjúkdómur að ákveðnu leyti, þetta er andlegt mein í hausnum á okkur. Þetta var þannig að ef ég ætlaði að gera eitthvað þá geri ég það, þetta var svona tunnel vision, þetta var bara þetta,“ segi Hinrik Ingi sem byrjaði ungur með föður sínum í motorcross.

„Það sem var alltaf gert við mig, ég veit ekki hvort foreldar mínir höfðu áhyggjur af því þegar ég var yngri, mér var haldið fyrir utan það sem jafnaldrar mínir voru að gera. Það var ekki pláss fyrir partý, drykkju eða hvað sem er, af því ég var bara í þessari stefnu. Og kannski hefur þessi alkóhólismi minn, hann kom ekki varðandi fíkniefni og fleirafyrr en seinna þegar reyndi á það, þegar ég var útskúfaður úr mínu. Og hvað á ég að gera núna? Allt sem ég lifi fyrir og hef fórnað fyrir má ég ekki gera. Ég nennti ekki að æfa bara til að æfa, ef ég æfi þá er ég að fara að vinna þetta, gera þetta, einhver markmið. Ég fór þessa leið af því ég hafði enga stefnu, ég fór bara þessa leið án þess að hugsa meira út í hana. Og heldur betur fór ég hana.“

Um Götustráka

Félagarnir Bjarki Viðarson og Aron Mímir Gylfason standa bak við hlaðvarpsþáttinn Götustrákar sem hýstur er á hlaðvarpsveitunni Brotkast. Bjarki og Aron, sem betur eru þekktir undir Twitter-nöfnum sínum, Jeppakall 69 doperman Rakki og Ronni Turbo Gonni, lifðu og hrærðust í undirheimum höfuðborgarinnar um árabil en hafa snúið blaðinu við og feta nú beinu brautina. Ætlun þeirra með hlaðvarpinu er að gefa hlustendum innsýn inn í þennan miskunnarlausa heim og ekki síður ráð um hvernig foreldrar geta passað upp á börnin sín varðandi stafrænar hættur.
Horfa má á þáttinn í heild sinni á brotkast.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“