fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Hákarl elti þrjú íslensk ungmenni í Steingrímsfirði – „Mér var farið að hætta að lítast á blikuna“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 16. október 2023 16:00

Risavaxinn hákarl elti bátinn um stund. Mynd/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjú ungmenni ákváðu að róa út á Steingrímsfjörð á árabát til þess að fylgjast með hvölum sem höfðu sést fyrr um daginn. Allt í einu tóku þau eftir ugga hákarls sem augljóslega var að elta bátinn.

„Hann birtist allt í einu fyrir aftan okkur. Við ætluðum varla að trúa því að þetta væri í hákarl,“ segir Skarphéðinn Snorrason sem var í bátnum ásamt systur sinni Unni, Birni Rúnarssyni kærasta hennar og hundinum Spora. Áður en þau vissu af var huggulegi róðrartúrinn þeirra orðinn að atriði úr kvikmyndinni Jaws.

Skarphéðinn og hundurinn Spori. Mynd/aðsend

Skarphéðinn birti myndband af atvikinu nýlega á Youtube en það gerðist í ágústmánuði árið 2022. Fjölskyldan á ættaróðal nálægt Drangsnesi og eru þar með bátaskýli. Ungmennin eru alvön að fara út á fjörðinn á bát en þetta var eitthvað sem þau höfðu aldrei séð áður.

„Við héldum fyrst að þetta væri einn af hvölunum. En svo blés hann ekkert út og vaggaði ekki upp og niður eins og hvalir gera,“ segir Skarphéðinn. Tóku þau beygju á bátnum og hákarlinn beygði með. Hann var augljóslega að elta þau og hélt sig um tíu metrum fyrir aftan. En síðan fór hann að nálgast.

Kom alltaf nær og nær

„Ég hætti að róa. Mér var farið að hætta að lítast á blikuna,“ segir Skarphéðinn. „Hann kom alltaf nær og nær. En þegar ég hætti að róa missti hann áhugann, tók stefnuna fram hjá okkur og hvarf ofan í dýpið. Það var lúmskt meira óhugnanlegt að sjá hann ekki lengur og vita ekki hvar hann væri.“

Aðspurður um hvort þau hafi orðið hrædd segir Skarphéðinn að það sé kannski ekki rétta orðið. Þau reru samt strax í land eftir þetta.

„Hann var ekkert að fara utan í okkur. En okkur var svolítið brugðið og við vorum spennt út af þessu,“ segir hann. „Það var einstök upplifun að sjá þetta. Ég held að ekki margir sjái hákarl með berum augum við Ísland. Hvað þá svona nálægt sér.“

Forvitin skepna

Skarphéðinn segir að þau séu engir líffræðingar en eftir að hafa skoðað og sýnt öðru fólki þetta myndband hljóti umrætt dýr að vera beinhákarl. Beinhákarl er stærsti hákarlinn við Íslandsstrendur og sá næst stærsti í heimi. Hann getur náð 12 metra lengd.

Beinhákarlinn er ekki mannæta, hann étur svif. En það vissu ungmennin ekki þegar hann var að elta þau.

Björn og Unnur voru um borð í bátnum þegar hákarlinn elti. Mynd/aðsend

„Það kom mér á óvart hvað þetta virtist vera forvitin skepna,“ segir Skarphéðinn sem hefur lesið sér til um beinhákarla eftir þessa reynslu. Hugsanlega hafi verið eitthvað æti að fela sig undir bátnum í róðrartúrnum sem hákarlinn hafði áhuga á.

Skarphéðinn segir að beinhákarlar hafi stundum sést stökkva, til að losa sig við sníkjudýr, til dæmis á þessum slóðum. En það sé sjaldgæft að sjá þetta með berum augum.

Hér má sjá myndbandið á Youtube-síðu Skarphéðins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot