fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Ástríður biður um peninga fyrir bensíni og mat á Facebook – Grunuð um stórfelld fjársvik

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. október 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er einhver sem gæti aðstoðað mig með bensínpening og smá mat. Er í mjög miklum vandræðum fram í næstu viku. Endilega sendið mér pm ef einhver sér fært á að aðstoða mig. Með fyrirfram þökk,“ skrifar Ástríður Kristín Bjarnadóttir (kallar sig einnig Ástu Bjarnadóttur) inn í Facebook-hópinn Brask og brall – þar sem allt má.

Beiðnir af þessu tagi eru ekki óalgengar á Facebook en sjaldgæft er að beiðendur fái skilaboð á borð við þessi, sem maður einn skrifaði undir færslu Ástríðar:

„Nú ertu búin með allar milljónirnar sem þú ert búin að svíkja út úr fólki“

Eins og margoft hefur komið fram í fréttum DV hafa verið til rannsóknar hjá lögreglu lengst af þessu ári meint fjársvik Ástríðar gagnvart 11 karlmönnum upp á um 25 milljónir króna.

Ásakanir um fjársvik á hendur Ástríði ná hins vegar allt aftur til ársins 2016. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að á undanförnum árum hafa hátt í 400 íslenskir karlmenn lagt yfir 200 milljónir króna inn á reikninga Ástríðar.

Hún sat í gæsluvarðhaldi samfleytt í 12 vikur í sumar á meðan mál hennar var rannsakað hjá lögreglu. Gæsluvarðhald var úrskurðað á grundvelli síbrotagæslu, þar sem talið var að Ástríður myndi halda áfram afbrotum ef hún yrði látin laus. En ekki má halda sakborningi lengur í gæsluvarðhaldi en 12 vikur án þess að birta ákæru. Lögregla féll þar á tíma og Ástríður var látin laus þann 25. ágúst. Rannsókn á máli hennar er að mestu lokið og liggur það nú hjá ákærusviði lögreglu. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um ákæru.

Meint fjársvik Ástríðar snúast annars vegar um að fá peningalán hjá einstaklingum án þess að greiða til baka og hins vegar að komast með sviksamlegum hætti yfir rafræn skilríki manna, stofna til lántöku í nafni þeirra og leggja lánsféð inn á eigin reikninga.

Mjög virk í FB-hópnum

Beiðni Ástríðar um peninga fyrir bensíni og mat var eytt úr Facebookhópnum Brask og brall – þar sem allt má. En stuttu eftir að beiðninni hafði verið eytt birti hún aðra færslu, nær samhljóða:

„Hæhæ,

Ég er í smá vandræðum með bensín og mat þangað til fram í vikuna. Ef einhver gæti hjálpað mér eða aðstoðað mig væri það vel þegið. Ef einhver ser sig fært um að aðstoða mig væri ég þakklát fyrir pm skilaboð.

Með fyrirfram þökk“

Ástríður hefur verið mjög virk í þessum Facebook-hópi allt síðan hún losnaði úr gæsluvarðhaldi í lok ágúst. Meðal annars hefur hún auglýst skartgripi til sölu og fjölmarga notaða snjallsíma. DV er ekki kunnugt um hvernig Ástríður komst yfir þessi verðmæti.

Sem fyrr segir liggur mál hennar hjá ákærusviði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en ákæra hefur ekki verið birt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans