Mál starfsmanns Laugarnesskóla í Reykjavík, sem handtekinn var á fimmtudag í síðustu vegna „alvarlegs atviks“, er rannsakað sem kynferðisbrot. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu Vísis en veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Starfsmaðurinn, sem hefur stöðu sakbornings, hefur verið yfirheyrður einu sinni en ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir honum. Þá hafa verið teknar skýrslur af nokkrum börnum í Barnahúsi en ekki liggur fyrir hversu mörg börnin eru.
Nánar er fjallað um málið á vef Vísis.
Veistu meira um málið? Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@dv.is. 100% nafnleynd heitið.