fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Þórdís og Bjarni hafa stólaskipti

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 14. október 2023 11:17

Formenn ríkisstjórnarflokkanna á blaðamannafundi í morgun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir verður fjármálaráðherra og Bjarni Benediktsson verður utanríkisráðherra.

Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi formanna ríkisstjórnarflokkanna sem hófst klukkan 11:00. Fundurinn fór fram í Eddu, húsi íslenskunnar.

Ríkisráðsfundur verður haldinn klukkan 14:00 á Bessastöðum og þar fara ráðherraskiptin formlega fram.

Stólaskiptin verða afgreidd formlega á ríkisráðsfundi klukkan 14:00.

Formennirnir reifuðu ýmis verkefni ríkisstjórnarinnar 0g sögðu að um 60 prósentum þeirra væri lokið. Allir voru þeir einhuga um að klára kjörtímabilið þó að áherslur flokkanna væru ólíkar í ýmsum málum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist bjartsýnari nú en fyrir nokkrum vikum að samstarfið geti gengið. Sagði hún ákvörðun Bjarna rétta að segja af sér sem fjármálaráðherra.

Bjarni sagðist þurfa að axla ábyrgð á að hafa komið á þessu stjórnarsamstarfi og það geri hann með því að sitja við ríkisstjórnarborðið.

Stíft fundað

Bjarni Benediktsson sagði af sér embætti fjármálaráðherra á þriðjudag. Ástæðan var nýbirt álit Umboðsmanns Alþingis þar sem kom fram að Bjarni hafi ekki verið hæfur til að samþykkja tillögu Bankasýslunnar um sölu á hlut úr Íslandsbanka vorið 2022. En faðir hans, Benedikt Sveinsson, var einn af kaupendum í bréfunum.

Ákvörðunin kom mörgum á óvart en Bjarni gaf ekkert upp um áform sín á þeim tíma. Girti heldur ekki fyrir neina möguleika í því samhengi.

Stíft hefur verið fundað innan ríkisstjórnarinnar síðan þá. Meðal annars funduðu stjórnarþingmenn á Þingvöllum í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Penninn fær leyfi til að reka matvöruverslanir

Penninn fær leyfi til að reka matvöruverslanir
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Í gær

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti