fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Miklir peningar í húfi í stóru faðernismáli í Grindavík – Útgerðarmaðurinn dó í Tælandi

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 14. október 2023 17:00

Hún segir snjallt að setja skó í peningaskápinn í hótelherberginu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðernismálið þar sem krafist var DNA prófs af tólf ára dreng snýst að stærstum hlut um umtalsverðar fjárhæðir í dánarbúi. Sá sem lést var fyrrverandi útgerðarmaður í Grindavík.

Á miðvikudag greindi DV frá málarekstrinum sem tvö börn látins manns úr fyrra hjónabandi, sonur og dóttir, háðu gegn ekkju föður síns. Ekkjan var þriðja eiginkona mannsins, var nokkuð yngri en hann og frá Tælandi. Hann var útgerðarmaður.

Málið fór alla leið til Hæstaréttar sem úrskurðaði svo að vegna barnalaga og ákvæða stjórnarskrárinnar sem lytu að friðhelgi einkalífsins þyrfti móðirin ekki að fara með drenginn í faðernispróf og sanna að útgerðarmaðurinn væri faðir hans.

Höfðu systkinin tvö haldið því fram að útgerðarmaðurinn hefði sagt þeim að drengurinn gæti ekki verið sonur sinn þar sem ekkert kynlíf hefði verið stundað og hann væri ekki líkur honum. Héraðsdómur úrskurðaði þeim í vil og fyrirskipaði að drengurinn þyrfti að fara í mannerfðafræðilega rannsókn en Landsréttur og Hæstiréttur sneru þeim dómi við.

Seldu kvóta fyrir 1,3 milljarð

Samkvæmt heimildum DV hefur verið mikil ólga innan fjölskyldunnar vegna þessa máls í nokkuð langan tíma. Ekki síst vegna þess hversu miklir peningar eru í spilinu.

Útgerðarmaðurinn var ekki orðinn sjötugur þegar hann lést úr krabbameini úti í Tælandi á síðasta ári. En hann og kona hans dvöldu til skiptis þar í landi og á Íslandi. Þau höfðu verið gift síðan árið 2005 og áttu saman þennan eina son, fæddan árið 2011.

Sjá einnig:

Tólf ára drengur þarf ekki að undirgangast DNA rannsókn – Móðir sökuð um framhjáhald

Faðir útgerðarmannsins rak útgerðarfélag í 35 ár í Grindavík, en þegar hann lést árið 2002 tók útgerðarmaðurinn við fyrirtækinu. Það var hins vegar skammlíft þar sem hann og fimm systkini hans ákváðu að selja fyrirtækið. Seldu þau kvótann til Alla ríka hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar á 1,3 milljarð króna. Útgerðin átti einnig tvo báta sem voru hins vegar seldir á „smáaura.“ Systkinin græddu mikið á þessari sölu og önnur systirin var meðal annars skattadrottning ársins á Íslandi eitt árið.

Mikið reiðufé og gull

Að sögn heimildarmanns átti útgerðarmaðurinn enn þá töluvert mikið fé. Fyrir utan fasteignir var um að ræða mikið af reiðufé og eitthvað af gulli.

Geymdi hann umtalsvert magn peningaseðla í hólfi í Landsbankanum en á efri árum hafi hann hætt að treysta bankanum og flutt reiðuféð í peningaskáp sem hann festi í vegg heimilisins.

Undir það síðasta hafi hann lítið verið á Íslandi, nema til þess að sækja sér reiðufé til að fara með út til Tælands. Þegar hjónin komu saman til landsins var drengurinn yfirleitt skilinn eftir úti í Tælandi hjá fjölskyldu móður sinnar.

Heimildarmaður gefur hins vegar lítið fyrir það að drengurinn sé ekki líkur föður sínum. Strákurinn sé „eftirlíking af pabba sínum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök