fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Fréttir

Komu að tveimur refum éta lamb lifandi – „Hinn er enn þá laus“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 14. október 2023 08:00

Vargurinn náðist seinna um daginn en hinn er enn þá laus. Mynd/Kári Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bændur á bænum Flatatungu í Skagafirði komu að tveimur refum að gæða sér á lambi þeirra á þriðjudag. Var það óskemmtileg sjón. Refaskytta var fengin til að sitja fyrir dýrbítunum og hefur hún náð öðrum þeirra.

Staðarmiðillinn Feykir greindi fyrst frá málinu.

„Það var brjálað veður, vonskuhríð. Lambið var dautt þegar ég kom að en það var lifandi þegar komið var að þessu um morguninn og það er aldrei fallegt,“ segir Kári Gunnarsson í samtali við DV. Kári er grenjaskytta á svæðinu. Refirnir voru fljótir að láta sig hverfa þegar komið var að en það þurfti að aflífa lambið á staðnum.

Skotinn seinna um daginn

Bróðir Kára er annar bændanna á Flatatungu, sem er gamalt stórbýli á Kjálka í innsveitum Skagafjarðar. Hringdi hann og bað Kára að sitja fyrir vörgunum og var hræið af lambinu því skilið eftir úti.

Síðar um daginn kom annar refurinn að hræinu og var hann þá skotinn. Um var að ræða ungan mórauðan ref, líklega eins og hálfs árs gamlan.

„Hinn er enn þá laus. Það er ekki ómögulegt að hann náist næstu daga. Það er ekkert ólíklegt að hann vitji um þennan feng sinn,“ segir Kári.

Eykur líkurnar á að þeir bíti aftur

Ef refir bíta fé í eitt skipti eykur það verulega líkurnar á að þeir geri það aftur. Ekkert er hins vegar í náttúrunni, fæðuúrvali eða neinu slíku, sem útskýrir þessa hegðun að sögn Kára.

Mesta hættan fyrir féð er hins vegar í vondum hríðarveðrum, þegar fennir og féð liggur afvelta. Þá er þeim hættara við að verða refnum að bráð.

„Þetta er tilviljanakennt,“ segir hann. „Þetta kemur upp á hverju einasta ári. Kannski einn eða tveir af þeim 300 til 350 refum sem við skjótum eru svona innréttaðir. Það er engin leið að reyna að reikna út neina lógík í sambandi við það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Diljá Mist varpar ljósi á sorglegan veruleika: „Foreldrar vinkonunnar uggandi yfir stöðunni“

Diljá Mist varpar ljósi á sorglegan veruleika: „Foreldrar vinkonunnar uggandi yfir stöðunni“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrrum formaður Samfylkingarinnar sendir ríkisstjórninni tóninn

Fyrrum formaður Samfylkingarinnar sendir ríkisstjórninni tóninn
Fréttir
Í gær

Silja Bára kjörin rektor Háskóla Íslands

Silja Bára kjörin rektor Háskóla Íslands
Fréttir
Í gær

Alma gagnrýnir Bigga Veiru fyrir sorpgjörninginn – „Ekki boðlegt að blaðamönnum séu send svona skilaboð“

Alma gagnrýnir Bigga Veiru fyrir sorpgjörninginn – „Ekki boðlegt að blaðamönnum séu send svona skilaboð“