fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Skáksamfélagið logar að nýju: Magnus Carlsen tapaði illa gegn óþekktum skákmanni í gær – Ýjar aftur að svindli

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 13. október 2023 11:05

Magnus Carlsen og félagar þurftu að lúta í dúk gegn íslenska landsliðinu. Því miður hafa ekki enn borist myndir frá viðureigninni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnus Carlsen, sterkasti skákmaður heims og mögulega allra tíma, er ekki mikill áhugamaður um að tapa skákum. Norðmaðurinn hefur verið á mikilli siglingu undanfarin misseri, með sigrum í heimsbikarmóti FIDE, Evrópukeppni taflfélaga og hinum ýmsu öflugu netmótum, en hann brotlenti í annarri umferð Qatar Masters-mótsins sem fram fór í gær. Carlsen mætti þá kasakstaníska alþjóðlega meistaranum Alisher Suleymenov með svörtu og var gjörsamlega pakkað saman, eitthvað sem vakið hefur mikla athygli.

Áhugasamir geta rennt yfir skákina hér en taflmennska Suleymanov, sem er nánast óþekktur skákmaður, var nánast óaðfinnanleg en talað hefur verið um að þetta sé versta tap Norðmannsins frá því að hann var á barnsaldri.

Tapið fór greinilega illa í Carlsen sem fór upp á hótelherbergi sitt og birti skömmu síðar tvö tíst þar sem hann óskaði andstæðingi sínum til hamingju með sigurinn en benti svo á að hann hefði skartað úri á meðan skákinni stóð og það hafi truflað einbeitingu hans og vakið upp óþægilegar hugmyndir um mögulegt svindl. Þá gagnrýndi hann aðstandendur mótsins fyrir að gæta ekki nægilega að mögulegum svindlvörnum, til að mynda hafi áhorfendur gengið um með snjallsíma sem er óþekkt á sterkustu skákmótum heims.

Fyrir þá sem eru óvanir skákmótum þá er rétt að benda á að á stærstu skákmótum heims er mikið púður lagt í að verjast mögulegu svindli. Skákir eru nefnilega sendar út í beinni útsendingu og undir niðri malla gríðarlega öflugar skáktölvur sem að reikna út besta leikina. Óttinn við að einhver leki til skákmanns í miðri skák hver sé besti leikurinn í stöðunni er því mikill.

Eins og frægt varð tapaði Carlsen á síðasta ári fyrir Bandaríkjamanninum Hans Niemann og ýjaði í kjölfarið að meintu svindli andstæðingsins. Það varð að heimsfrétt, ekki síst þegar þeirri kenningu var varpað fram að aðstoðarmaður hafði komið skilaboðum til Niemann með fjarstýrðum endaþarmskúlum. Svo fór að Niemann kærði Carlsen og nokkra aðra sterka skákmenn fyrir mannorðsmissi en á dögunum náðu deiluaðilar sáttum í málinu.

Nú gæti farið að Suleymenov blessaður þurfi að verjast svipuðum ásökunum. Samfélagsmiðlar á borð við X loga nú í umræðum um málið og hafa margir aðdáaendur Carlsen tekið saman videóbrot þar sem sá kasakstaníski snertir úrið sitt reglulega. Það telja margir að sé grunsamlegt, þrátt fyrir að aðeins sé um hefðbundið úr að ræða en ekki snjallúr.

Nice watch. pic.twitter.com/6vDbt6U5vr

— Olimpiu Di Luppi (@olimpiuurcan) October 12, 2023

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka