fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Þriggja milljarða gjaldþrot hótels í Kópavogi

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 12. október 2023 17:28

Félagið var úrskurðar gjaldþrota fyrir þremur árum en skiptum lauk fyrir mánuði síðan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norskt félag sem kom á fóti hóteli í Kópavogi skilur eftir sig kröfur upp á tæpa þrjá milljarða króna. Ráðgjafi sem kom að samningum segir að líklega hafi covid faraldurinn spilað stóra rullu í að svo fór sem fór.

Félagið Tribe Iceland var úrskurðað gjaldþrota í september árið 2020 og skiptum lauk þann 8. september síðastliðinn. Rúmar 8 milljónir fundust í búinu sem gengu upp í forgangskröfur en ekkert greiddist upp í rúmlega 2,7 milljarða almennar kröfur.

Félagið var í eigu norskrar hótelkeðju sem rekur hótelin First Hotels þar í landi og víðar á Norðurlöndum, samanlagt 28 hótel. Er félagið hluti af samstæðunni Flying Elephant.

Félagið keypti og endurbyggði húsnæði trúfélagsins Krossins við Hlíðasmára í Kópavogi og kom þar á fót First hóteli.

Kom á samningum og fór svo út

Hjá ríkisskattstjóra er Sverrir Hermann Pálmarsson skráður fyrir 40 prósenta hlut í Tribe Iceland en hann segir að það séu gamlar upplýsingar. Hann hafi aðeins verið skráður eigandi tímabundið, fyrir um átta árum síðan, þegar verið var að semja um kaupin.

Annað hótel er í húsnæðinu í dag. Það hýsti eitt sinn trúfélagið Krossinn.

Sverrir Hermann rekur ráðgjafafyrirtæki. Hann hefur meðal annars verið í fréttum vegna kaupa kanadíska auðjöfursins Otto Spork á vatnsréttindum í Snæfellsbæ.

„Ég veit ekkert meir. Ég kom samningnum á við Íslandsbanka og svo fór ég út,“ segir Sverrir. En það var sjóðsstýringarfyrirtækið Íslandssjóðir, í eigu Íslandsbanka, sem tók við málinu.

Sverrir segist halda að afleiðingar covid faraldursins hafi gengið frá hótelinu. Hann segist hins vegar ekki vita í hverju þessar kröfur upp á þrjá milljarða króna felast.

ATH: Fréttin hefur verið leiðrétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ný sprunga búin að opnast nær Grindavík

Ný sprunga búin að opnast nær Grindavík
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fengu litla sem enga aðstoð eftir slys: „Kom þá í ljós að það vissi enginn af þeim“

Fengu litla sem enga aðstoð eftir slys: „Kom þá í ljós að það vissi enginn af þeim“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rýming í Bláa lóninu gekk vel

Rýming í Bláa lóninu gekk vel