fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Þorgrímur Þráins áhyggjufullur: „Daglegir blaðamannafundir í beinni eins og þegar Covid geisaði“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 11. október 2023 09:00

Þorgrímur Þráinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur miklar áhyggjur af framtíð íslenskra barna ef fram heldur sem horfir.

Þorgrímur skrifar kraftmikla grein – hrollvekjandi jafnvel, myndu sumir segja – í Morgunblaðið í dag sem ber yfirskriftina Árið er 2025.

„Ráðamenn þjóðar­inn­ar sitja á neyðar­fundi ásamt land­lækni, umboðsmanni barna og sveit­ar­stjór­um eft­ir að hafa vaknað upp við þá staðreynd að kenn­ar­ar geta ekki ein­ir gert krafta­verk, sinnt ólík­um hópi nem­enda og leyst öll mál. Ansi marg­ir for­eldr­ar hafa ekki leng­ur tíma til að vera for­eldr­ar, þora ekki að setja börn­um sín­um mörk og kunna ekki að þjálfa upp dugnað og seiglu,“ segir hann og heldur áfram:

„Talsmaður ráðamanna seg­ir að næstu tólf mánuði verði dag­leg­ir blaðamanna­fund­ir í beinni út­send­ingu í Rík­is­sjón­varp­inu eins og þegar covid geisaði. Fjallað verður um hvernig hægt sé að auka orðaforða barna og ung­menna, auka hreyf­ingu þeirra, bæta svefn­inn, minnka skjá­tíma og draga þannig úr kvíða, þung­lyndi, dep­urð, ein­mana­leika og ein­beit­ing­ar­leysi.“

Ábyrgðinni skilað aftur til foreldra

Þorgrímur hefur áður viðrað áhyggjur sínar af þessari stöðu og lagt sig fram um að efla læsi grunnskólanema. Hefur hann meðal annars haldið fyrirlestra í skólum í þeim tilgangi. Þorgrímur fékk viðurkenningu Barnaheilla árið 2016 og hefur hann um langt skeið unnið að forvörnum og hvatt börn til heilbrigðs lífsstíls. Augljóst er að hann hefur áhyggjur af stöðunni og lýsir hann stöðunni árið 2025 út frá sjónarhóli talsmanns ráðamanna – sem allt eins gæti verið hann sjálfur.

„Talsmaður­inn seg­ist hafa heim­sótt fjöl­marga skóla sem hafa haft hug­rekki til að frelsa nem­end­ur frá því að vera þræl­ar „snjall“símanna á skóla­tíma og orðið fyr­ir mik­illi upp­lif­un við að sjá krakka tala sam­an, sprella og leika sér. Hann seg­ist enn frem­ur hafa áttað sig á því að marg­ir nem­end­ur séu með svo lé­leg­an orðaforða að þeir viti ekki hvað hug­takið orðaforði þýðir! Og svo má bæta því við, seg­ir talsmaður­inn, að skóla­stjóri sagði að það væri löngu tíma­bært að kenn­ar­ar skiluðu ábyrgðinni á upp­eldi barna aft­ur til for­eldra.“

Mæta í 1. bekk með sex ára stjórnunarreynslu

Þorgrímur segir að við séum að vakna upp við vondan draum og við þurfum að breyta hegðun okkar.

„Börn­in eru fjár­sjóður framtíðar­inn­ar og þau eiga það skilið að þeim sé veitt aðhald og sýnd sú virðing að þeim sé sinnt af alúð. Og að sama skapi vernda þau fyr­ir því sem eitr­ar þau og brýt­ur þau niður. Börn munu alltaf ganga eins langt og þau geta og þess vegna verða for­eldr­ar að sinna sínu hlut­verki bet­ur, sýna aga og festu. Þótt for­eldr­ar þurfi sinn frí­tíma er glapræði að skella síma, iPad eða tölvu fyr­ir fram­an börn til þess að fá frið sjálf­ir. Slíkt mun hafa al­var­leg­ar af­leiðing­ar, eins og flest­ir vita. Kenn­ari tjáði mér um dag­inn að mörg börn byrjuðu í 1. bekk með sex ára „stjórn­un­ar­reynslu“ að heim­an. Far­sæld­ar­frum­varpið er frá­bært en við get­um ekki leyft okk­ur að vera stikk­frí.“

„Við erum í sjokki“

Hann segir að ef fram heldur sem horfir verði börnin okkar „gervi-greind“ innan nokkurra ára og síminn talsmaður þeirra. Þau viti ekki hvað þau eigi að segja og hafi ekki orðaforða til að tjá sig.

„Nýj­ar kann­an­ir sýna að tæp­lega helm­ing­ur nem­enda í 8.-10. bekk tel­ur geðheilsu sína ekki góða. Við erum í sjokki, seg­ir talsmaður­inn. Við höf­um fengið fjölda ábend­inga um mik­il­vægi snemm­tækr­ar íhlut­un­ar ára­tug­um sam­an en þær hafa lent í neðstu skúff­unni. Við þurf­um að kveikja neist­ann út um allt land. Hann bæt­ir við að Rík­is­út­varpið og Rík­is­sjón­varpið, og von­andi fleiri miðlar, muni á næstu mánuðum birta aug­lýs­ing­ar til að hvetja for­eldra til dáða, halda þeim við efnið, svo að börn­in nái að blómstra, öðlist sjálfs­traust til að standa í lapp­irn­ar. Við erum miður okk­ar, seg­ir talsmaður­inn, að hafa verið að karpa um alls kyns ómerki­leg mál, í stjórn­lausu kval­ræði, á meðan það hef­ur molnað und­an börn­um þessa lands. Við biðjumst af­sök­un­ar á því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg