fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Skipstjórinn Sveinn Geir þarf að greiða undirmanni sínum bætur eftir frægan Covid-túr

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. október 2023 14:17

COVID-19 hópsmit kom upp um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni eins og frægt varð. Mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Geir Arnarsson, fyrrum skipstjóri frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar ÍS-70, þarf að greiða skipverja miskabætur vegna frægs túrs sem átti sér stað á meðan heimsfaraldur Covid-19 stóð í hámarki.
Togarinn, sem er gerður út af Hraðfrystihúsinu Gunnvöru hf., var úti á sjó dagana 27. september 20. október árið 2020 en meirihluti skipverja sýktist af kórónuveirunni og vakti málið mikla athygli hérlendis.

Að endingu gekkst Sveinn Geir við því að hafa brotið sjómannalög með því að sigla ekki fyrr til lands með áhöfn sína. Var hann sviptur skipstjórnarréttindum í fjóra mánuði og krafinn um að greiða 750 þúsund krónur í sekt.

Vildi alls 5 milljónir í bætur

Skipverjinn, sem starfaði hafði undir stjórn Sveins Geirs í rúm tvö ár, höfðaði einkamál og fór fram á 2 milljón króna bætur úr hendi hans en að auki stefndi hann Einari Val Kristjánssyni framkvæmdastjóri útgerðarinnar og Valdimar Steinþórssyni, útgerðarstjóra og fór fram á samtals 3 milljón króna bætur úr hendi þeirra.

Í dómsorði er farið yfir atburðarásina en alls voru 25 skipverjar um borð í umræddri sjóferð. Á öðrum degi hennar, 28. september 2020, veiktist einn skipverjanna og gaf sig fram við Svein Geir og lýsti einkennum sínum. Sagðist hann þó hafa fengið það staðfest frá heilsugæslu fyrir túrinn að ekki væri um Covid-19 að ræða. Var þó gripið til þess ráðs að láta umræddan skipverja dvelja í sjúkraklefa skipsins í öryggisskyni til að forðast frekari smit en að endingu sneri skipverjinn aftur til vinnu degi síðar.

Samkvæmt skipsdagbók hafði Sveinn Geir samband við umdæmislækni sóttvarna á Vestfjörðum, sem staðsettur var á Ísafirði, samdægurs og greindi honum frá veikindunum. Svo virðist sem misskilningur hafi orðið því Sveinn Geir taldi að læknirinn hefði verið á því að ekki væri tilefni til að ætla að skipverjinn væri smitaður, miðað við einkenni, en læknirinn sagði fyrir dómi að ekki væri hægt að staðfesta slíkt nema með skimun og vildi meina að hann hefði gefið fyrirmæli um að þörf væri á slíku. Hann hafi treyst atvinnurekendum til þess að hlutast til um það.

Í kjölfarið fóru fleiri skipverjar að veikjast, flestir þó mjög vægt, og veiktist stefnandinn þann 2. október og lá veikur í þrjá daga, allt þar til að Sveinn Geir á að hafa þrýst hann til að snú aftur til vinnu þrátt fyrir að stefnandinn teldi sig ekki með heilsu til þess.

Veikur en látinn vinna

„Stefnandi hafi ekki séð annan kost en að mæta til vinnu að áeggjan stefnda en hann hafi verið slappur það sem eftir lifði veiðiferðar og þurft að fá samstarfsmenn á vaktinni til að leysa líkamlega erfiðustu störfin af hendi í sinn stað,“ segir í dómnum.

Að endingu veiktust 22 af 25 skipverjum og þar af roskinn skipverji talsvert mikið og því þurfti að halda til hafnar þann 18.október og taka sýni úr áhöfninni. Var talið líklegt að um Covid-19 væri að ræða og því var ekki talið skynsamlegt að skipið lægi við bryggju á meðan beðið væri eftir niðurstöðum. Var skipstjóra ráðlagt að sigla frá landi á meðan en þó ekki langt. Tók Sveinn Geir þá ákvörðun að halda þá aftur til veiða út á Halamið, rúmri fimm klukkustunda siglingu frá Ísafjarðarhöfn. Degi síðar lá niðurstaðan fyrir, um Covid-19 sýkingu væri að ræða og var þá skipinu snúið til hafnar að nýju.

„Á leið til hafnar sinnti áhöfnin frágangi skipsins, svo sem vinnslu þess afla sem dreginn hafði verið inn síðasta sólarhringinn og lokaþrifum, en við þau mun hafa verið notuð sterk sápa með ertandi efnum. Fram kom í skýrslutökum fyrir dómi að skipverjar hefðu verið ósáttir við að vera settir í þetta verk í ljósi veikinda í öndunarfærum og dæmi hafi verið um að þeir hafi þurft frá að hverfa,“ segir í dómnum.

Skipverjinn sem kærði segist hafa glímt við margháttaðan heilsufarsvanda frá því að hann kom í land, bæði vegna líkamlegra kvilla, sem þó verði ekki allir raktir til Covid-19-sjúkdómsins eða afleiðinga hans, og vegna andlegra veikinda sem rakin eru til sjúkdómsins og þeirra aðstæðna að hafa þurft að vera um borð í Júlíusi Geirmundssyni ÍS-270 meðan á veikindum hans stóð og í kjölfar veikindanna án þess að fá í raun fullnægjandi heilbrigðisþjónustu og ráðgjöf.

Bæturnar mun lægri en krafan

„ Samkvæmt sjúkraskrá stefnanda hjá heilbrigðisstofnunum lýsti stefnandi miklum lungnaeinkennum, slappleika, litlu þoli og mæði í kjölfar Covid-19-veikindanna. Stefnandi gekkst undir rannsóknir vegna Covid-19-sjúkdómsins og kom þá í ljós sjúkdómur í hægra lunga hans. Samkvæmt vottorði læknis, sem dagsett er 20. nóvember 2020 og ritað að beiðni lögreglunnar á Vestfjörðum, tengist nefndur sjúkdómur ekki Covid-19-sjúkdómnum,“ segir í dómnum en skipverjinn undirgekkst skurðaðgerð vegna þessa.

Vörn Sveins Geirs byggðist á því að vafi léki á því meinta tjóni sem skipverjinn hefði orðið fyrir og að hann hefði að fullu farið að lögum en varnir Einars Vals og Valdimars byggðu á því að ábyrgðin væri skipstjórans.

Að endingu féllst héraðsdómur á að sakfella Svein Geir fyrir að hafa stuðlað að því að skipverjinn lægi veikur úti á sjó í tæpar þrjár vikur en sýknaði Einar Val og Valdimars. Bæturnar sem Sveini Geir var gert að borga voru þó lækkaðar mikið eða niður í 400 þúsund krónur auk málkostnaðar upp á 1,8 milljón króna.

Hér geta lesendur kynnt sér dóm Héraðsdóms Vestfjarða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hinsegin fólk í Bandaríkjunum leitar til Íslands eftir að Trump tók við völdum

Hinsegin fólk í Bandaríkjunum leitar til Íslands eftir að Trump tók við völdum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015