Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður rannsókn á meintri fjárkúgun þeirra Vítalíu Lazarevu og Arnars Grant sem beindist gegn Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórð Má Jóhannessyni í kjölfar alræmdrar sumarbústaðarferðar árið 2021.
Vísir greindi fyrst frá en Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Vítalíu, staðfesti niðurfellinguna og sagði að ákvörðunin hefði byggst á því að þremennirnir hefðu sjálfir átt frumkvæði að því að ljúka málinu með sátt og peningagreiðslu.
Málið hófst með færslu Vítalíu á Instagram árið 2021 og varð það síðan eitt stærasta fréttamál síðasta árs í kjölfar þess að Vítalía steig fram í viðtali við Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. Málinu er því endanlega lokið og telur ríkissaksóknari ekki grundvöll fyrir áframhaldandi rannsókn.