fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Ráðherrakapall í uppsiglingu: Þórdís Kolbrún sögð treg til að taka við af Bjarna

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 11. október 2023 07:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kemur í ljós á næstu dögum hvaða áhrif afsögn Bjarna Benediktssonar úr stóli fjármálaráðherra hefur á ríkisstjórnarsamstarfið. Ýmislegt bendir til þess að uppstokkun í ríkisstjórninni sé framundan þar sem ráðherrar gætu haft stólaskipti.

Á forsíðu Morgunblaðsins er fjallað um tíðindi gærdagsins og meðal annars rætt við Bjarna sem segist ekki útiloka neitt varðandi framtíðina. Miðað við þau orð gæti vel farið svo að hann muni sitja áfram í ríkisstjórninni en í öðru ráðuneyti.

Meðal þeirra sem nefndir hafa verið sem arftakar Bjarna í fjármálaráðuneytinu er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Hún er sögð treg til, að því er Morgunblaðið greinir frá, vegna mikilvægra og viðkvæmra verkefna á alþjóðasviðinu.

Þá kveðst Morgunblaðið hafa heimildir fyrir því að frá Framsókn og VG hafi komið fram hugmyndir um stærri uppstokkun þar sem flokkarnir jafnvel skiptast á ráðuneytum. Innan þeirra flokka sé vilji til að halda samstarfinu áfram en nauðsynlegt sé að leysa ákveðin vandamál sem eru til staðar.

Heimildarmenn blaðsins úr röðum þingflokks Sjálfstæðisflokksins töldu ólíklegt að Bjarni myndi yfirgefa hið pólitíska svið og segja af sér þingmennsku. Bjarni ætti enn fullt erindi á þeim vettvangi og væri lítt umdeildur foringi Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir álit umboðsmanns Alþingis í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt