fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Svona tókst Hamas að afvegaleiða her og leyniþjónustur Ísrael

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. október 2023 16:00

Hamasliðar labba í gegnum gat á öryggisvegg Ísraelsmanna. Skjáskot Youtube-síða ísraelska hersins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helsta fréttaefnið á heimsvísu síðan um helgina hefur án efa verið óvænt árás Hamas-samtakanna á Ísrael og viðbrögð Ísraelsmanna við þeim. Umfang og eðli árásar Hamas kom bæði Ísraelsmönnum og raunar heiminum öllum í opna skjöldu. Her og leyniþjónustustofnanir Ísraels þykja með þeim færustu í heimi og hafa byggt upp víðtækt eftirlit og viðbúnað meðal annars með aðgerðum Hamas og annarra palestínskra samtaka á Gaza og Vesturbakkanum. Margir hafa spurt sig þar af leiðandi hvernig Hamas fór að því að koma Ísraelsmönnum svo gersamlega á óvart og framkvæma umfangsmestu árás í sögu samtakanna.

Skynews hefur tekið saman hvernig Hamas fór að því að afvegaleiða her og leyniþjónustustofnanir Ísrael.

Árás Hamas sem var m.a. gerð með jarðýtum, svifdrekum og mótórhjólum framkallaði mesta brest í vörnum Ísrael síðan í Yom-Kippur stríðinu árið 1973.

Michael Milshtein fyrrverandi yfirmaður eftirlits með málefnum Palestínumanna hjá ísraelska hernum tjáði Skynews að árásin hafi komið Ísraelsmönnum á óvart að tvennu leyti. Þeir hafi talið árás af þessu tagi ekki í samræmi við ríkjandi stefnuskrá og aðferðir Hamas og Ísrael hafi heldur ekki talið Hamas vera fært um að framkvæma árás af slíku umfangi.

Heimildarmaður sem hefur tengsl við Hamas tjáði Reuters fréttastofunni að samtökin hafi látið Ísrael halda að þeim hafi verið fyrst og fremst umhugað um að útvega störf fyrir íbúa Gaza en á meðan hafi þau verið að þjálfa vígamenn samtakanna fyrir árásina.

Heimildarmaður Reuters segir að Hamas hafi síðustu mánuði látið líta út fyrir að samtökin væru alls ekki tilbúin til átaka. Samtökin reistu eftirlíkingu á Gaza af dæmigerðri ísraelskri byggð, sem eru þar víða í nágrenninu. Heimildarmaðurinn segir að Ísraelsmenn hljóti að hafa séð eftirlíkinguna en verið samt sannfærðir um að Hamas hyggði ekki á árás.

Eftir síðustu átök Hamas og Ísrael árið 2021 höfðu Ísraelsmenn útvegað íbúum Gaza atvinnuleyfi svo að þeir gætu sótt vinnu í Ísrael eða á Vesturbakkanum, þar sem laun eru mun hærri en á Gaza. Ísraelsmenn töldu að þetta myndi róa ástandið á Gaza og koma á meiri stöðugleika. Sú hafi augljóslega ekki verið raunin.

Vissu ekki hvað var í vændum

Þeir Hamasliðar sem tóku þátt í árásinni vissu ekki fyrir hvað verið var að þjálfa þá á meðan undirbúningurinn stóð yfir. Sumir leiðtogar Hamas vissu ekki hvað var í aðsigi en það var sagt gert til að koma í veg fyrir upplýsingaleka en leyniþjónustustofnanir Ísrael hafa löngum verið mjög virkar við að koma flugumönnum og njósnurum inn í hópa eins og Hamas.

Heimildarmaður Reuters segir að árásinni hafi verið skipt í fjóra hluta.

Fyrst var 3.000 eldflaugum skotið frá Gaza á Ísrael. Á meðan flugu vígamenn á svifdrekum frá Gaza til Ísrael. Þegar þeir voru lentir tryggðu þeir yfirráð yfir tilteknu svæði svo að sérsveit gæti ráðist á sérstakan vegg úr steinsteypu sem varinn var með rafmagnsvír en Ísraelsmenn höfðu komið honum upp til að koma í veg fyrir að fólk gæti komist frá Gaza til Ísrael.

Vígamennirnir notuðu sprengiefni til að komast gegnum vegginn og héldu síðan inn á ísraelskt landsvæði. Jarðýtur voru nýttar til að stækka götin á veggnum og fleiri vígamenn komust í gegn á fjórhjólum.

Sérsveit Hamas réðst því næst á syðri höfuðstöðvar ísraelska hersins við Gaza og náði að trufla fjarskipti svo að þau sem þar voru gátu ekki átt samskipti.

Í kjölfarið hafi síðan verið teknir gíslar sem fluttir voru yfir á Gaza en flestir þeirra voru teknir í upphafi árásarinnar.

Michael Milshtein segir þessi árás og hversu hörð, grimmileg og umfangsmikil hún var sýna að Hamas hafi þróast úr hálfgerðum skæruliðasamtökum nánast yfir í það að vera her sem sé miklu þróaðri og skipulagðari en talið var.

Heimildarmaður innan ísraelska hersins segir að ekki hafi verið til staðar fullur viðbúnaður nærri Gaza þar sem sumir hermannanna sem voru þar hafi verið fluttir yfir til Vesturbakkans þar sem palestínskir skæruliðar höfðu hert árásir á Ísraelsmenn sem þar hafa tekið sér bólfestu. Þetta hafi Hamas nýtt sér.

Yaakov Amidror, fyrrverandi hershöfðingi og fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, tjáði fréttamönnum að njósnakerfi Ísrael hafi gersamlega brugðist sem og hernaðarlegur viðbúnaður í suðurhluta landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt