fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Íslenskir karlar mun líklegri til að drekka sig til dauða en konur

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 10. október 2023 11:00

Sjö karlar drukku sig til dauða árið 2020 á Íslandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö karlar drukku sig til dauða árið 2020 en engin kona. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum tölum Eurostat, tölfræðistofnun Evrópusambandsins.

Tíðni þeirra Íslendinga sem drekka sig til dauða á þessu ári var 2,01 á hverja 100 þúsund íbúa. Þetta er nokkuð undir meðaltali Evrópu, sem er 3,57, og einnig lægri tíðni en tíu árum áður. Þá var hún 2,29.

Sú þjóð sem hefur flest dauðsföll tengd áfengisneyslu eru Slóvenar, 17,3 dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa. Þar á eftir koma Pólverjar og Danir en Grikkir eru á botninum með 0,35.

Tölurnar eru nokkuð sveiflukenndar á Íslandi en undanfarin áratug hafa karlar alltaf verið í miklum meirihluta þeirra sem deyja af völdum áfengisneyslu.

Konur líklegri til að deyja úr ofneyslu fíkniefna

Þegar kemur að dauða vegna ofneyslu fíkniefna er tíðnin á Íslandi með þeim hæstu í Evrópu, yfirleitt á bilinu 0,5 til 0,7 á hverja 100 þúsund á ári. Í ljósi smæðarinnar eru tölurnar enn þá sveiflukenndari en með áfengisdauðsföllin. Konur eru þó yfirleitt í meirihluta þeirra sem deyja af völdum ofneyslu fíkniefna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg braut á fatlaðri konu – Látin bíða svara í nærri áratug

Reykjavíkurborg braut á fatlaðri konu – Látin bíða svara í nærri áratug
Fréttir
Í gær

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“
Fréttir
Í gær

Sakaður um að kynferðisbrot gegn dreng í búningsklefa og dreginn fyrir dóm á Akureyri

Sakaður um að kynferðisbrot gegn dreng í búningsklefa og dreginn fyrir dóm á Akureyri