Nú eru hafin réttarhöld yfir Maciej Jakub Talik, 39 ára gömlum manni, sem talinn er hafa myrt samlanda sinn, Jaroslaw Kaminski, aðfaranótt 17. júní síðastliðinn. Réttarhöldin eru í Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði.
Atburðurinn átti sér stað í leiguhúsnæði sem þeir Jaroslaw og Maciej deildu, í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, nánar tiltekið við götuna Drangahraun. Í ákæru er verknaðinum lýst svo:
„…með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 17. júní 2023 í íbúð við x í Hafnarfirði, svipt A, kennitala a, lífi, með því að stinga hann fimm sinnum með hnífi í höfuð,
háls og búk en sárin voru á afturhluta hægri axlarinnar, á vinstri kinn, neðst á framanverðum hálsi, ofarlega á vinstri hlið brjóstsins og í vinstri holhönd með sárgangi inn í hjartað með kjölfarandi umfangsmikilli blæðingu inn í gollurshúsið og vinstri fleiðruna en A lést af völdum áverkans á hjartað.“
Jaroslaw Kaminski var á fimmtugsaldri. Hann hafði búið lengi á Íslandi og naut virðingar meðal fyrrverandi samstarfsmanna og víðar. Hann þótti dugnaðarmaður og góður fjölskyldufaðir. Ástæða morðsins er enn með öllu ókunn. Jaroslaw stefndi á að flytja aftur til Póllands, samkvæmt því sem ekkja hans segir, en hún býr í Póllandi.
Hún ræddi við DV í sumar:
Konan heitir Ewa segist ekki hafa hugmynd um morðástæðuna og sagðist ekki vita til þess að Jaroslaw og Maciej hafi átt í deilum.
DV fylgist með réttarhöldunum yfir Maciej og mun greina frá efni þeirra í dag.