fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Afhentu sex þúsund undirskriftir gegn vindmyllugarði – Mikil andstaða á svæðinu

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 7. október 2023 11:00

Auður og Landvernd vilja koma í veg fyrir áform um risa vindmyllugarð á Klausturselsheiði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landvernd hefur afhent sveitarstjórn Múlaþings tæplega 6 þúsund undirskriftir gegn áformum um vindorkugarð á Klausturselsheiði. Um er að ræða vindmyllugarð sem stæði á svæði sem yrði eins og rúmlega 5.700 fótboltavellir.

„Með þessu erum við að sýna sveitarstjórninni að það eru mjög stór álitaefni varðandi svona svakalega stóra virkjun í villtri íslenskri náttúru,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.

„Þarna eru mikilvæg fuglasvæði og mikilvæg votlendi. Þetta eru sérstök víðerni og alveg dásamlegur staður til að vera á. Áformin eru mjög stórtæk og ekki eitthvað sem hljómar skynsamlega í okkar eyru,“ segir hún.

Norska fyrirtækið Zephyr vill reisa allt að 100 vindmyllur, 250 metra að hæð, í landi Klaustursels í Jökuldal Efri sem er í eigu Aðalsteins Jónssonar. Vindorkuverið myndi skaffa 500 megawött sem myndi gera það að næst stærstu virkjun landsins.

Mikilvæg fuglasvæði og sérstök víðerni

„Þarna eru mikilvæg fuglasvæði og mikilvæg votlendi. Þetta eru sérstök víðerni og alveg dásamlegur staður til að vera á. Áformin eru mjög stórtæk og ekki eitthvað sem hljómar skynsamlega í okkar eyru,“ segir Auður. Þá sé mikil plastmengun af vindmyllunum, hljóð og sjónmengun.

Þá séu einnig ýmsar röksemdir gegn framkvæmdinni sem lúta þó ekki að náttúruvernd. Svo sem hver eigi að kaupa orkuna og hver eigi að tryggja jöfnunarorku þegar verið er ekki að afla orku sjálft.

Aðspurð um fólkið á listanum segir Auður það vera blöndu fólks af svæðinu og annars staðar frá. „Við vitum að það er mjög mikil andstaða á svæðinu þó við vitum ekki hvernig hún er prósentulega séð. En Austurland hefur mjög sterka sögu í náttúruvernd,“ segir Auður.

Miðflokkur og VG á móti

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti samhljóða bókun í janúar um að ekki yrðu teknar ákvarðanir um nýtingu vindorku á meðan stefna stjórnvalda lægi ekki fyrir í málaflokknum. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra skipaði starfshóp um vindorkumál sem á að skila af sér skýrslu í lok október.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis,-orku- og loftslagsmálaráðherra.

Málið var hins vegar tekið aftur til umræðu núna í haust eftir að undirskriftalistinn kom inn á borð.

Lýstu fulltrúar tveggja flokka sig þá andvíga áformunum um vindorkugarð. Það er fulltrúar Vinstri grænna og Miðflokksins, sem báðir sitja í minnihluta.

Meirihlutinn virðist ekki heldur spenntur

Fulltrúar meirihlutans virðast þó heldur ekki vera spenntir fyrir vindorkugarði þó að þeir vísi í fyrir bókun enn sem komið er.

„Eins og staðan er í dag er það ekki hagkvæmt fyrir einn eða neinn að setja upp vindorkubúgarð, ekki fyrir sveitarfélögin að minnsta kosti. Við græðum ekkert á því. Það eru lítil fasteignagjöld af þessu og fá störf. Það er vænlegra fyrir okkur að fá flest alla aðra atvinnu inn í sveitarfélagið,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar og oddviti Framsóknarflokks.

Jónína Brynjólfsdóttir forseti sveitarstjórnar Múlaþings

Hún áréttar hins vegar að málið sé ekki komið til afgreiðslu. Sveitarstjórn hafi átt samtal við Zephyr og verið upplýst um áform fyrirtækisins en þau þurfi að fara fyrir rammaáætlun og umhverfismat áður en komi til skipulagsvinnu sveitarfélagsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Í gær

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar