Norska Nóbelsnefndin tilkynnti fyrir stuttu að c, 51 árs gömul kona frá Íran, fái friðarverðlaun Nóbels árið 2023.
Á vefsíðu Nóbelsverðlaunanna segir að Narges Mohammadi fái verðlaunin fyrir baráttu sína gegn kúgun kvenna í Íran og baráttu sína fyrir mannréttindum og frelsi til handa öllu fólki.
Nefndin segir að með því að veita Mohammadi verðlaunin sé jafnframt verið að minnast baráttu þeirra hundruða þúsunda sem á undanförnu ári hafi mótmælt mismunun og kúgun stjórnvalda í Íran í garð kvenna.
Í tilkynningu nefndarinnar segir um verðlaunahafann:
„Narges Mohammadi er kona, hún berst fyrir mannréttindum og frelsi. Hugdjörf barátta hennar fyrir tjáningarfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti hefur kostað hana sjálfa gríðarlega mikið. Alls hafa stjórnvöld í Íran handtekið hana 13 sinnum, sakfellt hana fimm sinnum og dæmt hana samtals í 31 árs fangelsi og til að hljóta 154 högg.
Narges Mohammadi er enn í fangelsi.“