fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Pálmi Gunnars harðorður: „Stöðvum þennan ósóma!“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. október 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Pálmi Gunnarsson vill íslenskri náttúru allt það besta og hann skrifar nokkuð harðorða grein sem birtist á Vísi um sjókvíaeldi hér við land.

Pálmi ákvað að stinga niður penna eftir að hafa hlustað á talsmann Arctic Fish í útvarpsþættinum Sprengisandi. Að undanförnu hefur töluvert verið fjallað um slysasleppingar og áhrifin á hinn villta laxastofn. Þannig hefur verið boðað til mótmæla á Austurvelli næstkomandi laugardag gegn sjókvíaeldi.

„Náttúrumorð hafa verið framin fyrir framan nefið á okkur í áratugi, óafturkræf, endanleg. Þegar ég tala um náttúrumorð á ég við þá nöturlegu staðreynd að okkur hefur tekist á ótrúlega stuttum tíma að útrýma fjölda dýrategunda sem við sjáum aldrei framar. En meðan sumt er óafturkræft er mögulegt að snúa öðru við,“ segir Pálmi í grein sinni og bætir við að við getum, ef viljinn er fyrir hendi, stöðvað þá ógnvænlegu þróun sem nú á sér stað.

„Það er þó við ramman reip að draga því þeir sem standa að eyðileggingunni eru drifnir áfram af einni af dauðasyndunum sjö, þeirri sem heimtar alltaf meira, fær aldrei nóg. Og stjórnvöld sem eiga að sjá til þess að hlutirnir séu í lagi eru illu heilli undir hælnum á gróðapungunum. Við Íslendingar stútuðum síðasta geirfuglinum án þess trúlega að hafa nokkra hugmynd um það og komumst þar með á vafasaman afrekalista og nú stefnum við í að bæta villta laxinum okkar á þann sama lista. Þetta skemmdarverk er í boði lobbíista og stjórnmálamanna sem taka málstað þeirra og leyfa laxeldi í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur,“ segir Pálmi meðal annars í grein sinni.

Hann bætir við að hann hafi á nokkuð langri ævi fylgst með tilraunum manna til að ala lax í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur og frá fyrstu tíð barist gegn því. Endar hann grein sína á þessum orðum:

„Með eldi á laxi í opnum sjókvíum er verið að ráðast á það sem ætti að vera okkur Íslendingum dýrmætast af öllu, náttúru landsins. Stöðvum þennan ósóma!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Í gær

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Í gær

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur