fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Nánast útilokað að starfsemi Salarins verði boðin út

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 5. október 2023 15:33

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, segir það rangt að bæjarstjórn hafi áform um að bjóða úr rekstur Salarins. Sú leið hafi komið til tals en sé nánast útilokuð.

Eins og DV greindi frá fyrr í dag hafa Klassís, félag klassískra söngvara, og klassísk tónlistardeild Félags íslenskra hljómlistarmanna lýsti yfir þungum áhyggjum af því að starfsemin verði boðin út. Fjórir flokkar í minnihluta bæjarstjórnar tóku undir þessar áhyggjur.

Ásdís segir um misskilning að ræða. „Engin ákvörðun hefur verið tekin um að úthýsa rekstri Salarins en stjórn Klassís virðist hins vegar draga þá ályktun, án þess að kynna sér málið,“ segir hún.

Segir hún að bæjarstjórn hafi vissulega áform um að efla enn frekar menningarstarfið í bænum. Einn liður í því sé að kortleggja með hvaða hætti unnt sé að styrkja enn frekar starfsemi Salarins.

Sjá einnig:

Ólga vegna væntanlegs útboðs Salarins í Kópavogi – „Þetta mun enda sem skemmtistaður“

„Áform eru um að skipa starfshóp til að skoða möguleika á að efla starfsemina þótt útvistun hafi vissulega verið nefnd í því samhengi, að skoða kosti þess og galla, hefur hins vegar ekkert komið fram sem bendir til þess að sú leið verði farin og nánast útilokað,“ segir Ásdís.

Nú sé verið að auglýsa eftir nýjum forstöðumanni og með honum verður stefna Salarins mótuð áfram.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar