fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Íslenskur læknir vill veganvæða heilbrigðiskerfið

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. október 2023 21:50

Rósa Líf Darradóttir. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

“Ég hef aldrei verið jafn sannfærð að vegan lífstíll er lausnin við þessum helstu vandamálum sem standa frammi fyrir mannkyninu í dag,“ segir Rósa Líf Darradóttir, læknir í viðtali í hlaðvarpinu Grænkerið.

„Ef við horfum bara á heilsuna okkar þá hefur mataræðið okkar áhrif á langvinna sjúkdóma, krabbamein, sýklalyfjaónæmi, heimsfaraldra og matareitranir. Ef við horfum á umhverfið þá hefur mataræðið áhrif á skógareyðingu, land og vatnsnotkun, kolefnisspor og svo auðvitað takmörkun á þjáningu. Hvernig getum við forðað öllum þessum einstaklingum frá hörmulegri tilveru og grimmilegum örlögum.“

Rósa Líf segir frá þátttöku sinni á Vegmed, „Bringing plant-based nutrition into healthcare“ sem er stærsta ráðstefna í Evrópu fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem hefur áhuga á að plöntuvæða heilbrigðiskerfið. Á ráðstefnunni var farið ofan í niðurstöður rannsókna á tengslum mataræðis við helstu sjúkdóma og hvernig er hægt að nota plöntufæði sem meðferðarúrræði.

11 milljónir deyja á ári vegna mataræðis

„Á hverju ári eru um 11 milljón manns sem deyja út frá „slæmu mataræði“. Það eru fleiri en látast út frá sígarettum”, segir Rósa og bætir við að slæmt mataræði sé meðal annars „ sem samanstendur af mikið unninni vöru og mikið af dýraafurðum sem eru hlaðnar mettaðri fitu. Mataræði þar sem skortur eru á grænmeti og ávöxtum og trefjainntaka er lítil. Hollt mataræði er ríkt af ávöxtum og grænmeti, mikið af trefjum, fræjum, baunum og heilkornum og öllu þessu góða”.

Rósa bendir á að „rúm 60% Íslendinga borði meira en 500 grömm af kjöti vikulega en nýjustu útgáfu norrænu næringarráðlegginganna er fólki ráðlagt að takmarka kjötneyslu við 350 grömm á viku. Ætla má að enn fleiri fari yfir þau mörk. Á sama tíma eru um 2 prósent þjóðarinnar sem ná ráðlögðum dagsskammti af ávöxtum og grænmeti.“

Hún dregur einnig fram að Íslendingar borði of lítið af trefjum en fjórðungur er að ná ráðlögðum trefjaskammti. „Trefjar eru heilsuverndandi og stuðla að heilbrigðri þarmaflóru. Það er sterk fylgni milli neyslu trefja og lægri tíðni krabbameina og er ótvíræður heilsufars ávinningur af því að passa upp á nægilegt trefjainnihald í fæðu.“

Heilsufarslegur ávinningur plöntufæðis

„Nú liggja fyrir niðurstöður fjölda rannsókna sem sýna fram á heilsufarslegan ávinning plöntufæðis. Þau sem neyta ekki dýraafurða greinast síður með krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma. En þetta tvennt er einmitt það sem dregur fólk helst til dauða. Með því að neyta ekki dýraafurða takmarkar einstaklingar inntöku mettaðrar fitu og krabbameinsvaldandi efna.“

Rannsóknir sýna að í þó nokkrum tilfellum að heilnæmt plöntufæði getur reynst álíka áhrifarík meðferð og að taka lyf við kvillunum. Þar má til dæmis nefna háþrýsting og blóðfituröskun.

„Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO) heldur lista yfir krabbameinsvaldandi efni og mögulega krabbameinsvalda og flokkar efnin eftir skaðsemi þeirra. Unnar kjötvörur tilheyra flokki efna sem við vitum að eru krabbameinsvaldandi út frá víðamiklum og umfangsmiklum rannsóknum og gögnum sem eru ritrýnd af hópi vísindamanna. Í þessum flokk er komið orsakasamband milli neyslu á vörunni eða notkunar á efninu og krabbameins”.

„Sígarettur og asbestos tilheyra sama flokk og í ljósi þess er illskiljanlegt hvers vegna heilbrigðisstofnanir og skólar bjóða ennþá reglulega upp á matvöru sem tilheyrir þessum flokki.“

Rósa bætir við að „með því að borða 50 grömm af unnu kjöti á dag geta líkurnar á ristil krabba aukist um 20%, til samanburðar er það svipað mikið og 1 lítil pulsa.“

Athyglisvert að fólk ákveði að sneiða hjá aspartami en borði í senn skinku eða pepperoni umhugsunarlaust. Rautt kjöt tilheyrir flokki efna sem líklega valda krabbameini. Það er til þokkalega mikið af gögnum sem benda til að það séu kröftug tengsl en ekki búið að sýna fram á öruggt orsakasamband.

Rósa minnir á að um daginn hafi komið frekar hávær umræða um Aspartam vegna þess að það færðist upp um flokk yfir í 2B, sem er flokkaður sem efni sem hugsanlega valda krabbameini.

„Eðlilega vakti það áhyggjur almennings en það er athyglisvert að fjöldi fólks ákvað að sneiða hjá aspartami en borðar í senn skinku eða pepperoni umhugsunarlaust.“

Hægt er að hlusta á Grænkerið á Spotify, Apple podcast og helstu hlaðvarpsveitum. Þú getur hlustað á hann í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð