fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Saurgerlamengað vatn á Borgarfirði eystra – Fólk sjóði vatn fyrir neyslu

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 4. október 2023 15:00

Vatn fer að verða vanfundið víða um heim. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Coli gerlar fundust við reglubundið eftirlit vatnsveitunnar á Borgarfirði eystra. Ekki er vitað hvaðan mengunin kemur en frekari rannsóknir standa yfir.

„Það er búið að beina þeim tilmælum til íbúa að sjóða neysluvatn á meðan við tökum fleiri sýni og sjáum hvort þetta sé yfirstaðið,“ segir Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Á Borgarfirði búa um 130 manns.

Coli gerlar eru gerlar sem koma úr saur blóðheitra dýra. Það getur verið hættulegt að innbyrða þá og einkenni sýkingar geta verið blóðugur niðurgangur, slæmir kviðverkir og uppköst. Fylgikvillar geta verið nýrnabilun og fækkun blóðflagna, einkum hjá börnum yngri en 10 ára.

Á Borgarfirði eystra búa um 130 manns. Mynd/Wikipedia

„Þetta er eitthvað sem getur alltaf komið fyrir. Þess vegna erum við með reglubundið eftirlit með vatnsveitum og fylgjumst með vatnsgæðum,“ segir Lára.

Beðið eftir niðurstöðum

Verið var að vinna við vatnsveituna daginn sem sýnið var tekið, á þriðjudaginn í síðustu viku, það er 26. september. „Við erum að vona að það útskýri þessa mengun,“ segir Lára.

Búið er að taka annað sýni úr vatnsveitunni og verið er að bíða eftir niðurstöðunum úr því. Ef það sýnir áfram coli gerla mengun verður farið að leita að orsökum mengunarinnar og farið í að hreinsa kerfið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Í gær

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali
Fréttir
Í gær

Sængurkonur fengu bakreikning vegna gagnaleka Sjúkratrygginga Íslands – „Þetta er ömurlegt“

Sængurkonur fengu bakreikning vegna gagnaleka Sjúkratrygginga Íslands – „Þetta er ömurlegt“
Fréttir
Í gær

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Í gær

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu