fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Bindindismenn saka Hafnarfjarðarbæ um að taka af sér Gúttó – „Þetta virkar svolítið eins og frekja“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 4. október 2023 14:20

Gúttó er sögufrægt hús og ómögulegt að verðmeta það að sögn Aðalsteins. Fasteignamatið er 70,5 milljónir króna. Mynd/Hafnarfjarðarbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bindindissamtökin IOGT hafa stefnt Hafnarfjarðarbæ, Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og þremur fyrrverandi stjórnarmönnum í Hafnarfjarðardeild félagsins vegna tilfærslu eignarhalds á Gúttó, hinu sögufræga húsi góðtemplara.

„Þetta virkar svolítið eins og frekja,“ segir Aðalsteinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri IOGT á Íslandi. Hafnarfjarðardeildin var lögð niður fyrir nokkru síðan en í vor var eignarhaldið á Gúttó við Suðurgötu 7 fært yfir til Hafnarfjarðarbæjar. Það var hins vegar ekki lagt fyrir landsstjórn IOGT.

„Það er þannig í lögum félagsins að allar fjármálahreyfingar þarf að bera undir landsstjórn. Það var ekki gert í þessu tilfelli,“ segir Aðalsteinn.

 

Sögufrægt hús

Gúttó er sögufrægt hús, reist árið 1886 af góðtemplurum í Hafnarfirði, hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Í tvígang var byggt við húsið, sem er timburhús með bárujárnsklæðningu.

Húsið var hugsað sem samkomuhús og voru þar lengi haldnir tónleikar og dansleikir. Einnig hefur húsið verið notað sem fundarstaður, meðal annars fyrir verkalýðsfélög og AA samtökin, sem og vettvangur fyrir ýmsa viðburði, svo sem listasýningar og bókamarkaði.

Hafnarfjarðarbær hefur verið með húsið að láni undanfarin ár og séð um rekstur þess og viðhald. Þar er nú meðal annars sýning á vegum byggðasafnsins.

 

Gjörningur þurfi að ganga til baka

„Við höfum verið í mjög góðu samstarfi við Hafnarfjarðarbæ um notkun á húsinu. Bærinn hefur verið með húsið í láni hjá okkur í langan tíma. Það hefur verið samkomulag um að bærinn noti húsið þó svo að við eigum það,“ segir Aðalsteinn. Nú líti út fyrir að stjórn stúkunnar hafi gefið bænum húsið án heimildar. „Það er búið að taka húsið af IOGT. Sá gjörningur þarf að ganga til baka.“

Aðalsteinn Gunnarsson framkvæmdastjóri IOGT á Íslandi. Mynd/IOGT á Íslandi

Þó svo að þremur einstaklingum sé stefnt, stjórnarmönnunum Jóni Kr. Jóhannessyni, Jóni Sigurbjörnssyni og Símoni Jóni Jóhannssyni, þá segir Aðalsteinn að málsóknin snúi ekki að þeim sem persónum.

„Við erum ekki að ráðast á manneskjur. Þetta snýst um gjörninginn. Núna virðist sem Hafnarfjörður sé orðinn eigandinn. Það þarf að breyta því aftur til baka. IOGT á þetta hús. Ekki einhverjir þrír einstaklingar eða Hafnarfjarðarbær,“ segir hann.

 

Verðmæt lóð

Fasteignamat hússins er 70,5 milljón króna en aðspurður um verðmæti hússins segir Aðalsteinn ómögulegt að reikna það út. Húsið sé verndað.

„Ef húsið yrði fært til inn á byggðasafn er lóð undir sem kostar kannski milljarð eða tvo,“ segir hann. Peningar séu hins vegar ekki það sem félagið sé að hugsa um með málsókninni. „Fyrir okkur snýst þetta um prinsipp, að það sé ekki verið að taka eignir félagsins.“

Ívar Bragason, bæjarlögmaður, sagðist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið
Fréttir
Í gær

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“